Stuðlaberg - 01.04.2022, Page 17

Stuðlaberg - 01.04.2022, Page 17
STUÐLABERG 1/2022 17 Hvað finnst nemendum um bragreglurnar? Einfaldar bragreglur finnst mér auðvelt að kenna börnunum. Þau eru fljót að skilja grunnatriðin, t.d. í ferskeyttum vísum. Þau hafa jafnvel alveg náð, sum hver, rökunum á bak við gnýstuðlun. Allra helst er ég þó að reyna að fá þau til að finna fyrir hrynjandi vel ortra kvæða. Það varð til þess að ég tók þá ákvörðun að kynna uppáhalds bragarhátt minn, dróttkveðuna, til leiks í námsefni þeirra. Enn og aftur notaði ég kvæði eftir Þórarin Eldjárn sem hefur skálda best náð að snerta taugar skilnings og ánægju hjá börnum. Þegar ég hef útskýrt taktfasta hrynjandi dróttkveðunnar, sex atkvæða línur með hefð­ bundnum ljóðstöfum, auk þess að sýna þeim hvernig þverrímið, sniðrím í frumlínum og alrím í síðlínum virkar, hafa þau sjálf prófað að yrkja á þann hátt. Ég hef að vísu ekki látið þau glíma við rímið, heldur lagt áherslu á að þau nái hrynjandi og ljóðstöfum. Það útheimtir nokkuð auðugan orðaforða að vinna með rím eins og í dróttkveðum. Til að auðvelda þeim byrjunina sleppi ég þeirri áskorun. Krökkunum finnst ótrúlega skemmtilegt að glíma við þessa ,,barnaútgáfu“ af drótt­ kveðum. Taktfasta sex atkvæða hrynjandi eiga þau létt með að tileinka sér og smám saman verður ljóðstafanotkunin auðveldari. Hjá mörgum nemendum hefur dróttkveðan því slegið í gegn. Aðrir hafa meira gaman af því að gera vísur með endarími. Getum við átt von á einhverjum hagyrðingum úr þessum hópi? Ég vona auðvitað að þessi viðleitni mín beri þann árangur að einhverjir krakkar haldi áfram að yrkja háttbundinn kveðskap. Raunar veit ég til þess að í framhaldi af þessum sex vikna áfanga hafi nokkrir nem­ endur haldið áfram, sér til gamans, að setja saman vísur með ljóðstöfum. Hvað verður úr því byggist auðvitað á því hvort krakkarnir fái örvandi leiðsögn í framhaldinu. Hvort sem þeir halda áfram að yrkja háttbundið eða ekki þá finnst mér þó augljóst að þeir hafi haft eitthvert gagn af því að þekkja uppbyggingu háttbundinna kvæða. Það auð ­ veldar þeim að njóta góðra ljóða, auk þess að krakkarnir gera sér ljósari grein fyrir möguleikum íslenskunnar. RIA. Grunnskólanemendur yrkja dróttkvætt Hér eru dæmi um dróttkveðuæfingar þar sem rími er sleppt en áhersla lögð á hrynjandi og ljóðstafi: Vindurinn er vondur voðalega kaldur. Sandur fýkur sundur súpan verður kornótt. Fjöllin eru fannhvít fiskar eru sterkir. Læknum liggja þeir í litlu silungarnir. Guðmundur Logi Ólafsson, 6. bekk. Ég á kæra ketti kisan mín er falleg. Litlu börnin leika lasagne er frábært. Perlur eru perlur Palli Már er strákur. Sprittið algjört splitt er spóinn minn er flottur. Hrefna Marín Sigurðardóttir, 5. bekk. Vindurinn er vondur voðalega kaldur. Rigningin er rysjótt riddarinn er leiður. Hesturinn er harður háfurinn er grimmur. Guðlaxinn er gaurinn gullkarfi er flottur. Óliver Óskarsson og Arnór Logi Björnsson, 6. bekk.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.