Stuðlaberg - 01.04.2022, Page 22
22 STUÐLABERG 1/2022
í aukinni og endurbættri útgáfu 2012.
Bókin skiptist í sjö kafla og þeir tengjast
dauðasyndunum svokölluðu sem sumir vilja
reyndar kalla höfuðsyndir. Þessar tengingar
eru nokkuð frjálslegar en með góðum vilja
geta glöggir lesendur samt séð að hrokinn
ræður ríkjum í fyrsta kafla, græðgin í þeim
næsta, öfund í þeim þriðja og síðan koma
reiði, munúð og óhóf en í lokakaflanum
er greinilegt dugleysi eða leti sem þjakar
persónur verksins.
Ég hef aldrei verið trúaður maður en hug
myndir um dauðasyndir hafa heillað mig
frá unglingsárum og snemma reyndi ég að
yrkja eitthvað út frá þeim en náði ekki tökum
á verkefninu fyrr en í syrpu sem ég birti á
prenti þegar ég var kominn vel á fertugsaldur.
Ég hef gert fleiri syrpur þar sem ég hef
beint og óbeint stuðst við þessar synda hug
myndir sem upphaflega eru komnar til mín
úr Guðdómlega gleðileiknum hans Dantes
Alighieris.
Ég hef alltaf verið haltur í höfðinu og þegið
með þökkum ýmsar hækjuhugsanir til að
styðja mig við á lífsleiðinni á svipaðan hátt og
ég styð mig stundum við stuðla og höfuðstafi.
Hvað er svo á döfinni hjá skáldinu Antoni
Helga? Ný bók í smíðum?
Ég er að senda frá mér bók þetta vorið.
Þykjustuleikarnir heitir hún og sækir inn
blástur í ævintýrið af Vöndu og Pétri Pan en í
stað þess að elta Pétur til Hvergilands flýgur
Vanda mín með huga sínum inn í sirkus og
leikheima nútímans. Leiðangur hennar kallast
á við ferðalögin í Gleðileiknum guðdómlega
og þótt víða sé dimmt þá birtir í lokin. Þetta
er heimatilbúið alþýðuleikhús þar sem ríkir
mikil fjölbreytni og jafnvel óreiða en líka
fegurð og gleði. RIA.
Á kaf sökkva Kolbeinseyjar
í Kyrrahafsöldurnar
Anton Helgi hefur ort ljóðaflokk sem
hann kallar „Eyjar og annes. Jónas á
tímum loftslagsbreytinga“ og kallast á
við „Annes og eyjar“ Jónasar Hallgríms
sonar. Ljóðin eru alls tólf, þrjú erindi
hvert. Það sem hér birtist er númer fjögur
í röðinni.
Kolbeinseyjar
Enn geislar um gamla daga
þar gerast jú kraftaverk:
Þann bátinn sem ber frá landi
til baka fær trúin sterk.
Vart geta þótt kröftug kæling
mín kaldhæðnu svölu orð
ef hnettinum ógnar hlýnun
og hækkandi sjávarborð.
Það reynist oft flókið ferli
að finna við gátu svar.
Á kaf sökkva Kolbeinseyjar
í Kyrrahafsöldurnar.
Anton Helgi kveðst stundum styðja
sig við stuðla og höfuðstafi.