Stuðlaberg - 01.04.2022, Page 25
STUÐLABERG 1/2022 25
Karl Ásgrímur Ágústsson eða Kalli í Litla
Garði, eins og hann var gjarnan kallaður,
fæddist 7. desember 1910 að Grund á
Borgarfirði eystra. Foreldrar hans voru Ágúst
Ásgrímsson og Guðbjörg Alexandersdóttir.
Móðir Karls var mjög hagmælt og hafði
það fyrir venju að kveðast á við barnahópinn
sem stóð þá saman að því að setja saman
stökur sem móðir þeirra svaraði með annarri
stöku til. Karl hafði gaman af þessari iðju og
tók virkan þátt. Þetta er sögð vera hans fyrsta
vísa, kveðin við 10 ára aldurinn:
Að Grund er komin gleði ný
glymja sköll um næturvökur.
Það er fjandans fyllerí
og fjandi góðar pönnukökur.
Eiginkona Karls var Þórhalla Steinsdóttir,
einnig ættuð frá Borgarfirði eystra. Hófu þau
búskap sinn á Þórshöfn en fluttu síðar að í
LitlaGarði í Eyjafirði. Þau eignuðust tíu börn.
Karl starfaði við verslunarstörf lengst af,
fyrst hjá Kaupfélagi Langnesinga, þá Kaup
félagi verkamanna og síðar hjá Iðunni skó
gerð. Auk þess voru þau hjón alla tíð með
búskap og þegar mest lét höfðu þau á húsi
tólf kýr, níutíu kindur og sex hross. Ástríða
Karls var alla tíð hestar og fjölgaði þeim ört
eftir að hann hætti búskap með kýr. Mikið
af þeim vísum sem eftir hann liggja tengjast
þessu. Karl var spurður hvað hann ætti
marga hesta og svaraði hann svo:
Hef ég varla af hestum nóg
hópinn upp þó lesi:
Gola, Bleikur, Fála, Fró,
Fjöður, Kvistur, Blesi.
En lífið var ekki bara hross og vísuna sem
hér fer á eftir samdi Karl er hann var að
vinna á Iðunni, en þeir Iðunnarmenn voru
vanir að kveðast á við starfsmenn Gefjunar.
Eitthvað þóttist Karl kannast við úr vísum
Gefjunarmanna svo hann sendi þeim eftir
farandi:
Hér á landi lyginnar
lýðir standa hissa
þegar andans aumingjar
annarra hlandi pissa.
Karl gerði ekki mikið að því að halda
ljóðagerð sinni á lofti og því miður hirti hann
mjög lítið um að festa hendingar sínar á blað.
Þórhalla kona hans gerði það frekar og er það
því henni að þakka að nokkuð af vísum hans
hefur varðveist. Eitt sinn, er hann var inntur
eftir vísu, svaraði hann að bragði:
Eftir Kalla lítið liggur,
lás er fyrir kjaftinum.
Annarra stökur eftir tyggur,
andinn tapar kraftinum.
Hér á landi lyginnar
Vísur Kalla í LitlaGarði
Karl var góður hagyrðingur, eins og
hann átti kyn til.