Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 28

Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 28
28 STUÐLABERG 1/2022 Af rímna­ háttum V Stuðlafall, vikhenda, afhenda og stúfhenda Thorsteinsson sem hvatti til útgáfu og las próförk. Honum tileinkaði séra Friðrik kverið. Hann sýndi það einnig séra Matthíasi, sem birti langa og lofsamlega umsögn um kverið í Austra 6. janúar 1913 og segir þar: „Ritið er í sannleika eitt þeirra fáu, sem ætti að komast inn á hvert heimili. Síra Friðrik á engan sinn líka hér á landi. ... Hann er að allra dómi, sem starf hans kunna að meta og elska, hinn mesti skörungur ... Sómi og sönn blessun fylgi honum og hans fagra lífsstarfi!“ Friðrik segir sjálfur í fagurlega handrituðum formála endurútgáfunnar 1952: „Ég hef aldrei fundið til eins mikillar höfundargleði eins og þá, er ég var baksa við að setja fram undir hinum dýra hætti hina nýju uppgötvun mína á fegurð og gildi knattspyrnuíþróttarinnar. Áður stóð þessi leikur fyrir mér sem hringl eitt, sneytt öðru markmiði en því að fá holla hreyfingu í góðu lofti. En á einum vettvangi opnuðust augu mín; það var á æfingu í hinu nýstofnaða knattspyrnufélagi KFUM Val, og ég sá, að þessi íþrótt væri göfug, fögur og sönn list, vellöguð til að hafa heilsusamleg áhrif á allan manninn með líkama, sál og anda til eflingar góðs þroska og menningar. Ég sá, að þessi íþrótt gæti, ef rétt væri á haldið, stutt að kristilegu, hreinu og heilbrigðu æskulífi, gæti eflt fjör og karlmennsku, ósérhlífni, sjálfstamningu og drenglyndi, og þannig lagt traustan grundvöll undir dáðríkt lífsstarf á komandi tíð.“ Kveikjan að lífsskoðun séra Friðriks var kristileg umhyggja fyrir fátæku fólki og vonin um og viljinn til að búa ungu fólki af fátækum heimilum góðan samastað í heilbrigðu félagslífi, íþróttum og söng. Þorvaldur Gylfason tók saman. Í síðasta hefti voru skoðaðir rímnahættir sem heita stikluvik, valstýft, braghent og valhent. Í þessum síðasta þætti verður fjallað um bragarhætti sem kallast stuðlafall, vikhent, afhent og stúfhent. Stuðst er við dæmi eftir Skúla Pálsson og Sveinbjörn Beinteinsson. Sautjándi hátturinn heitir stuðlafall. Vísa undir þeim hætti kallast það sama. Lýsing: Þrjár línur, 1. lína er fimm kveður óstýfðar, tveir stuðlar, sá seinni í 3. kveðu. 2. og 3. lína eru frumlína og síðlína og stuðlast þannig: fjórar kveður með þá síðustu stýfða. Þær tvær ríma saman en fyrsta línan rímar ekki við hinar (rímform er Oaa). Dæmi: Sumarnótt ég sit og yrki vísur, löngum hverfa ljóðin mín, ljúfa vina, öll til þín. (S.P.) Átjándi hátturinn heitir vikhent. Vísa undir þeim hætti kallast vikhenda. Lýsing: Þrjár línur, 1. lína er fimm kveður óstýfðar, tveir stuðlar, sá seinni í 3. kveðu. 2. og 3. lína eru frumlína og síðlína og stuðlast þannig: frumlínan er fjórar kveður og sú síðasta stýfð, síðlínan er þrjár kveður óstýfðar. 3. línan rímar við 1. línu (rímform er AoA). — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ⌣   — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌   — ⌣ — ⌣ — ⌣ — ◌

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.