Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 30
30 STUÐLABERG 1/2022
Ekki man undirritaður nákvæmlega hve
nær það var, en það var á fyrstu árum net
samskiptanna. Við vorum að venjast því
að geta sent skilaboð gegnum tölvuna og
fengið svar. Þetta var afar nýstárleg leið í
samskiptum fólks. Bréf voru send og svör
bárust, samskiptin voru á allt öðrum hraða
en við áttum að venjast og þetta hafði margs
konar hagræðingu í för með sér.
Svo voru settir saman hópar um alls kyns
sérverkefni. Í síðasta blaði segir frá leir.is sem
hagyrðingarnir stofnuðu um þetta leyti. Það
var þar sem Hjálmar Freysteinsson setti einn
daginn inn limru. Þetta var nokkru eftir jól, á
þorrablóta og átveislutímanum:
Bollur skal éta á bolludaginn,
baunir og saltkjöt á sprengidaginn,
en iðrast hann má
maðurinn sá
sem át konuna sína á konudaginn.
Nokkrum mínútum síðar kom athuga semd
við þetta frá Ólafi Halldórssyni handrita
fræðingi á Árnastofnun:
Bollur ég ét á bolludaginn,
baunir og saltkjöt á sprengidaginn,
en þó hugur sé á
ekki húsfreyjan má
hafa bóndann í matinn á bóndadaginn.
Svo leið stutt stund, þá kom skeyti frá Birni
Ingólfssyni skólastjóra sem sat við tölvu sína
norður á Grenivík:
Ef bollur skal éta á bolludaginn
og baunir og saltkjöt á sprengidaginn,
þá er mér spurn,
spekingar, hvurn
andskotann étiði’ á öskudaginn?
Kristján Eiríksson fylgdist með þessum
send ingum á skrifstofu sinni í Árnastofnun
og hann svaraði Birni um hæl:
Bollur ég ét á bolludaginn,
baunir og saltkjöt á sprengidaginn,
svo fæ ég mér bjór
og byrja mitt þjór
og verð öskufullur á öskudaginn.
Þarna varð það sem sé ljóst að tölvutæknin
þjónar „stuðlanna þrískiptu grein“ ekki síður
en öðru. RIA.
Bollur skal éta á bolludaginn
Ort við upphaf tölvusamskipta
Rétt skal vera rétt
Í vorhefti Stuðlabergs 2021 birtist í
dægurvísnaþættinum vísa eftir Sigurð
Þór Bjarnason. Vísan var ekki rétt eftir
höfð. Rétt hljóðar hún þannig:
Í haust á að kjósa
um konur og menn
sem krjúpa og biðja,
oss stráin að styðja,
við stofninn —
sem ef til vill
falla mun senn.
Beðist er afsökunar á mistökunum.
V
al
ge
rð
ur
G
ré
ta
G
rö
nd
al