Stuðlaberg - 01.04.2022, Page 31
STUÐLABERG 1/2022 31
Gat sagt margt í fáum orðum
Sigmundur Benediktsson, vélvirki og hag
yrðingur, hefur kvatt þennan heim. Hann
var fæddur í Eyjafirði 15. mars 1936 og var
bóndi á Vatnsenda þar í sveit uns hann flutti
á Akranes þar sem hann starfaði við iðn sína.
Hann lést 14. mars sl.
Sigmundur var meistari hins hefðbundna
ljóðs. Hann var afkastamikill og hraðvirkur
vísnasmiður og þekktur fyrir dýrt kveðnar
og afar vel gerðar vísur. Hann hélt sig mest
við rímnahættina en hann átti líka til að yrkja
undir öðrum bragarháttum. Bragurinn lék
honum á tungu, allt varð honum að ljóði.
Sigmundur var félagi í Kvæðamanna
félaginu Iðunni og tók þátt í skemmtikvöldum
félagsins þar sem meðal annars er mikið
fengist við vísnagerð. Hann var góður
félagi sem vékst aldrei undan því að rétta
hjálparhönd ef einhvers þurfti með.
Sigmundur sendi frá sér fjórar bækur,
Þegar vísan verður til 2012, Meðan stakan
mótast létt 2013, Úr viðjum vitundar 2015 og
Kvæðarímur 2020. Oftast var hann stuttorður
og gagnorður, gat sagt margt í fáum orðum.
Ég vil enda þessi fátæklegu kveðjuorð með
stuttu ljóði sem birtist í einni af bókum hans.
Það heitir Líf og dauði:
Líf vort er skóli og leitandi þörf,
lærdóm það gefur við margs konar störf.
En dauðinn er fæðing hins ferðbúna manns
til frekari göngu á þroskabraut hans.
RIA.
Í minningu Sigmundar Benediktssonar
Hringhendur
Bjartviðri
Glóey skrýðir grund og haf
geislavíðum skarlatskjól,
landi fríðu ljóma gaf
logaþýð frá himinstól.
Sent á Leir
Oft þó bjargi ástin hlý
oss frá þvargsins kífi,
hefur margur hnotið í
heimsins kargaþýfi.
Kennileiti
Ævi rennur sólin senn,
sálar grennast skeyti.
Blað og penni er þó enn
andans kennileiti.
Togstreita
Eitrar hróður auðsins þrá,
orsök þjóðarkífsins.
Tap og gróði takast á
títt um sjóði lífsins.
Ljóðagerðin (oddhenda)
Glæðist yndi ljóðs við lind,
ljúfir bindast hættir.
Birt í skyndi skýr er mynd,
skarpir vindast þættir.
Sigmundur Benediktsson.