Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 33

Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 33
STUÐLABERG 1/2022 33 Valdimar Gunnarsson, fyrrum mennta­ skóla kennari, varð sjötíu og fimm ára fyrir skemmstu. Hann orti: Fjórðunga þrjá af einni öld arkað hef ég á lífsins vegi. Þótt einhverjir minnist á ævikvöld ennþá virðist mér bjart af degi. Arnar Sigurbjörnsson orti limru sem hann kallar Leti: Lárus í Gröf þótti latur og lá oft í sófanum flatur með brosvipru kyrr og bærðist ei fyrr en konan hans kallaði: „Matur!“ Jóhann Björn Ævarsson átti vísu í Bestu gamanvísunum sem út komu á síðasta ári. Hann orti þegar bókin kom úr prentun: Ég er breyskur og böðlast í flestu, brothættur garmur að mestu; en alþjóð nú heyr, ég yrki ekki meir. Kominn á blað með þeim bestu. Davíð Hjálmar Haraldsson orti nýverið: Búnir í skart að Braga höll bragnar á fákum þeysa með ljóðin sem eru lykkjuföll en langar að vera peysa. Eyjólfur Óskar Eyjólfsson bókagerðar­ maður orti nýverið: Á Bakka þá fávísu bræður  blekkti einn kaupmaður skæður.  Hann sveik frá þeim kú  og segir svo nú;  Síðasta talningin ræður!  Þórarinn Eldjárn orti að gefnu tilefni á árinu 2021: Allur svo léttur og ekki neitt grettur uni mér bæði nettur og sléttur, eitthvað svo þéttur og aldeilis réttur, einbólu­ tvíbólu­ þríbólusettur. Við endum þáttinn á vísu eftir Sigurlín Hermannsdóttur. Þessa kallar hún Eftirmæli ársins: Ár þetta, 2021, með tölur um kóvíd sem þjaka er loksins að enda, við óskum þess heitt að aldrei það komi til baka. RIA. Í kulda og trekki „Þetta var slæm nótt — full af dragsúgi og trekki. Það var kalt á þeim sem ekki voru búnir að sækja bókina sína. Ég hefi einu sinni áður upplifað svona nótt. Ég var þá ungur maður á Hverfisgötu 16 og lá á gólfinu. Þá uppgötvaði ég í mér skáldskapargáfuna og kvað vísu þessa: Kvenmannslaus í kulda og trekki kúri ég volandi. Þetta er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi. Síðan hefir mér alltaf verið að fara aftur í skáldskapnum.“ Hluti af grein eftir Stein Steinarr í Hádegis blaðinu 14. okt. 1940. Með „bók“ mun átt við áfengisskömmtunarbók.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.