Stuðlaberg - 01.04.2022, Page 34

Stuðlaberg - 01.04.2022, Page 34
34 STUÐLABERG 1/2022 Uppáhaldsljóðin mín eru mörg, líkt og uppáhaldsljóðskáldin, og koma úr ýmsum áttum. Ofarlega á listanum eru ljóð eins og Hraun í Öxnadal eftir Hannes Hafstein, af ýmsum ástæðum, Hrafnamóðirin úr Svörtum fjöðrum Davíðs Stefánssonar svo eitt áhrifa­ mikið ljóð úr þeirri góðu bók sé dregið fram. Af ungum og upprennandi skáldum staldra ég oft við ljóð Þórarins Eldjárns og Gerðar Kristnýjar og svo er ég einlægur aðdáandi sonnettubóka Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Ljóðið, sem ég vel sem mitt uppáhaldsljóð, er eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og kom út í bókinni Að brunnum árið 1974. Það er áhrifa­ mikið, tengir saman fortíð, nútíð og fram tíð með eftirminni legum hætti og spyr mikil­ vægra grundvallarspurninga sem eiga jafn vel við í dag eins og þegar það var ort. Hvar er þögnin? Hvar er kyrrðin? Stefán Eiríksson útvarpsstjóri velur sér uppáhaldsljóð Hvert liggur þessi vegur? Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum um löndin þver og endilöng, um öræfi sem byggð? Hvar er kirkja huldufólksins? Hvar er klettur smárra dverga? Hvar er lækurinn hjá bænum? Hvar er lindin silfurskyggð? Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum? Hvar er mýrarbýli jaðraka? Hvar er mjaðarjurt og sef? Hví heyrist ekki lengur í hrossagauk og spóa? Hví stökkva engin köll út um stelksins rauða nef? Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum? Hvar er þögnin? Hvar er kyrrðin sem þér kenndi að dreyma og þrá? Hvar er lágvær þytur bjarka? Hvar er blómkyljunnar vísa? Hvar er löðurhvíti fossinn sem þú lærðir söng þinn hjá? Í gráu malarryki við gnatan stáls og hjóla að kvikubúum lífs þíns hefur komið einhver styggð. Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum um löndin þver og endilöng, um öræfi sem byggð?

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.