Úrval - 01.12.1975, Blaðsíða 49

Úrval - 01.12.1975, Blaðsíða 49
SÍÐASTI VIÐSKIPTAVINUR FYRIR JÓL 47 af undrun, þegar vinur minn kæmi og tæki mig upp í Ghevrolettinn sinn. En það yrði ekki fyrr en eftirmið- dagurinn væri liðinn. Hann var drep- andi langur og það komu ekki margir viðskiptavinir. „Pegar kemur að að- fangadegi, hafa þeir eytt öllum pen- ingunum sínum, barnið mitt,“ sagði fröken Louise. „I dag getum við far- ið dálítið fyrr.“ Að lokum sýndi klukkan, sem hékk yfir borðinu mínu að hún væri orðin 18.20. Fröken Louise kom til mín og sagði: „Gleðileg jól, barnið mitt. Nú skulum við fara heim,“ — eins og hún ætti búðina sjálf. Svo fór hún, og ég heyrði hvaðanæva úr verslun- inni að stúlkurnar slógu upp skiltinu „engin sala“ á kössunum sínum, svo þær gætu farið að telja peningana. Ég var líka farin að telja hjá mér, þegar ég leit snöggvast að útidyrun- um. Og inn um þær kom kona, sem ætlaði að versla á síðasta augnabliki. „Hún kemur ekki að mínu borði,“ hugsaði ég í örvæntingu. „Ég afber það ekki. Farðu burtu, frú. Ég er að fara á stórdansleik!“ En útundan mér sá ég, að hún kom nær og nær. Ég var farin að telja smápeningana, þeg- ar hún stansaði fyrir framan borðið mitt. Hún stillti sér upp fyrir framan peningakassann og reyndi að ná at- hygli minni. Ég lét sem ég heyrði ekki til hennar, þegar hún sagði lágróma: „Fröken, ó, fröken.“ Ég hélt áfram að telja. „Hve mikið kosta þessir sokkar hérna?“ hélt hún áfram. „Það stendur 39 sent á skiltinu,“ svaraði ég snúðugt. „Hafið þér alls enga ódýrari?“ „29 sent,“ hreytti ég út úr mér og leit á klukkuna. Pað voru nákvæm- lega tvær mínútur eftir fram að lok- un. „Má ég sjá þessa á 29 sent,“ sagði hún. „Afsakaðu frú,“ svaraði ég. „Það er lokunartími. Lokunartími „En klukkan er ekki hálfníu,“ sagði hún. „Nei, frú. En sjáið þér til. Við lok- um klukkan hálfsjö í kvöld, vegna þess að það er aðfangadagur," svaraði ég. Og ég var mjög ánægð með hryss- ingslegan tóninn í röddinni. Þegar ég þagnaði, leit ég á hana í fyrsta sinni. Hún starði vantrúuð á mig. Ég komst ekki hjá því að taka eftir dökkum baugunum undir augum hennnar. Hún var föl og þreytuleg. Hún var líklega tæplega þrítug, og hárið á henni hékk frjálst niður á grannar axlirnar. Slitni, grái frakkinn hennar var óhnepptur og það var sjúk- legur, grænn litur á kjólnum. „En þá fá börnin mín engar gjafir,“ datt að lokum upp úr henni. „Ég fékk ekki peninga fyrr en í kvöld.“ Ég setti peningana í pokann, lok- aði honum og skellti kassanum aftur. „Pað var leitt, frú,“ sagði ég og hélt af stað. Linda og Joan hlupu framhjá mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.