Úrval - 01.12.1975, Side 97

Úrval - 01.12.1975, Side 97
COTZIAS LÆKNIR OG ÉG sia (hægar hreyfingar) í staðinn fyrir akinesia (engar hreyfingar). Óséðar hendur halda enn aftur af mér, en þær eru veikari. 9.10. Ég er að byrja að mýkjast.. . verða léttari. Ég hef ekki lengur dingl- andi lóð í handleggjum og fótum. 10.10. Lóðin hafa verið fest á mig aftur. Ég les dagblaðið og verð að berjast við þyngdarlögmálið til að halda blaðinu fyrir mér. Þegar ég lýk einum dálki, verð ég að taka mér dá- litla hvíld áður en ég hef orku til að lyfta augunum efst á næsta dálk. 1.15. Aftur slepp ég úr spennitreyju sjúkdómsins, hendur mínar frjálsar að því að hreyfast með hraða og þokka. Hvílíkur unaður að vera frjáls að hreyfingum sínum. 1.45. Nú er mér aftur þrýst ofan í rúmið. 4.30. Ég finn óljósan taugaskjálfta í fótunum. Innan þriggja mínútna er mér horfin bradykinesian. En ég treysti ekki frelsinu. Helsið nær fljót- lega tökum á mér aftur. 5.55. Nú er það kraftaverkið! Full- komlega frjáls í dag — í tvær stundir allt í aHt.“ Næsta dag komu frelsisstundirnar og fóru án þess að nokkur regla yrði fundin þar á, en þegar ég lagði þær saman um kvöldið komst ég að því, að ég hafði verið herra hreyfinga minna alls fjórar stundir og tuttugu og fimm mínútur. Priðja daginn fékk ég fimm stund- ir. Var ég að sigra? 95 SAKLAUST FÓRNARLAMB. Park- insonsveikin er heilasjúkdómur. En hvað um hugann? Hvað um veruna, sem býr í heilanum en varpar ekki frá sér skugga — hið raunverulega sjálf mitt? Var það líka sjúkt? Par sem ég er blaðamaður að starfi, var mér eðlilegt að leita svars við þessari spurningu. Og þegar frelsisstundir mínar lengdust, virtist mér geta verið góð frístundaiðja að rannsaka þá hlið málsins. Mildll fróðleikur um sjúkdóm minn var í annarri álmu Brookhaven, þar sem rannsóknarstofurnar voru og til- raunir gerðar á sérstaklega ræktuð- um, stórum, hvítum rottum. Gerður var heilaskurður á þessum litlu dýr- um til þess að gefa þeim eins konar falska Parkinsonsveiki. Þannig voru þessi litlu dýr gerð nytsöm til þess að gæta að eiturverkunum og hliðarverk unum í tilraunalyfjum, áður en gerð- ar væru tilraunir með þau á fólki. Þegar ég bað fyrst um leyfi til að heimsækja rannsóknarstofurnar, neit- aði Cotzias án þess að hugsa sig um. Ég hélt áfram að suða, þótt ég ætti á hættu að vekja gremju hans og kann- ski reiði, þar til hann lét loks undan og veitti mér leyfi. Læknirinn, sem ég átti að sjá gera uppskurð, var dr. Jorge Mendez, pró- fessor frá Síle, sem árum saman hafði unnið hjá Cotziasi. Hann var klæddur í síðan, hvítan slopp, þegar hann vís- aði mér til skurðstofunnar. Hún var þó ekki eins gerilsneydd og þefjandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.