Úrval - 01.12.1975, Page 113

Úrval - 01.12.1975, Page 113
COTZIAS LÆKNIR OG ÉG þess að reyna að berja niður hræðsl- una. Ég hafði gert Cotzias að verndar- dýrlingi mínum: Meðan hann lifði, lifði ég. Pað hafði aldrei hvarflað að mér, að ég kynni að lifa hann, að ég ætti eftir að horfast í augu við hryllileik sjúk- dóms míns án hans. Meðan ég velti mér þannig upp úr sjálfsvorkuninni, reyndi ég að draga af honum dýrlings- kápuna og telja sjálfum mér trú um, að þótt hann dæi, gæti svo sem ein- hver annar fullkomnað NPA. En mér tókst það ekki. Ég skammaðist mín bara fyrir, að ég hafði meiri áhyggjur af sjálfum mér heldur en honum. Ég kom snemma á spítalann og sat úti í horni í biðstofunni. Ég var að hugsa um kaldhæðni örlaganna. Fyrir hálfu ári hafði ég farið til Cotziasar til að leita hjálpar til styrks, og hann hafði látið hvort tveggja í té. Nú þurfti hann að fá hiuta skuldarinnar endurgreiddan. Hann hafði allan rétt til að vænta að minnsta kosti vaxta af innleggi sínu hjá mér. En þegar ég mat þá með sjálfum mér, fannst mér þeir harla rýrir. Klukkan á veggnum varð tvö, og ég hélt til stofu hans. Hann var í síman- um, þegar ég kom þar inn. Hann leit upp, heilsaði mér með höfuðhnykk og benti mér að setjast. Petta var stót hornstofa. Öðrum megin í henni var venjulegt sjúkrahúsrúm og það sem því tilheyrir, en hinum megin var sófi, stólar, lampar og kaffiborð. Petta var augljóslega stofa fyrir þá, sem eitt- 111 hvað máttu sín — George hafði sinn glæsibrag á hlutunum. „Horfurnar eru ekki góðar,“ sagði hann í símann. „Pað eru ekki nema fjögur til fimm prósent þeirra, sem fá lungnakrabba, sem ná sér. Það þýðir, að fjórir af hverjum hundrað lifa af allar tegundir lungnakrabba. Við verð- um bara að bíða og sjá hverju fram vindur." Næstu klukkustundina rigndi yfir hann símhringingum frá vinum og vinnufélögum, sem allir reyndu að stappa í hann stálinu. Hann ræddi jafn rólega við alla. Jafnvel með sverð yfir höfði sér, eins og nú, var það hann, sem hafði töglin og hagldirnar. Pegar hann lagði símann á í fyrsta sinn, eftir að ég kom inn, sneri hann sér að mér og sagði: „Pú gengur hræði- lega.“ „Ég er í uppnámi. Ég geng alltaf hræðilega, þegar ég er í uppnámi. En sleppum því; þú ert sjúklingurinn að þessu sinni.“ Hann yppti öxlum. „Pú heyrðir, hvað ég sagði í símann. Petta er allt í höndum Ted Beattie, yfirskurðlækn- is. Hann er gamall vinur minn, við vorum bekkjarbræður í Harvard. Hann stóð sig vel í skóla og hefur helgað alla ævina baráttunni við krabbamein- ið. Ég ætla ekki að reyna að betrum- bæta álit sérfræðingsins. Ég er ekki eins og sumir sjúklingar, sem ég hef kynnst.“ „Ég játa sekt mína,“ svaraði ég. Hann hélt áfram: „Sjúklingurinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.