Úrval - 01.12.1978, Síða 14
12
ÚRVAL
jórtrandi nautpeningur, verður það
að skoðast sem skáldaleyfi til að
mikla atburðinn enn frekar fyrir
okkur.
Sannleikurinn er sá, að það er fátt,
sem ekki kemur við sögu í jóla-
söngvum þjóðanna: Rósir, úlfaldar,
gullnar hörpur og blys. Engan skyldi
undra, þótt mikið snjói í jólasöngv-
um, því margir þeirra eru settir
saman á norðlægum slóðum þar sem
gnótt er snævar — og þar að auki
kemur fyrir að það snjóar í Betlehem,
sem klúkir á fjallakambi í um 760
metra hæð yfir sjó. En það er líka
drjúgan spöl inni í landi, sem
mörgum enskumælandi mönnum
kemur spánskt fyrir, eftir að hafa
sungið síðan á barnsaldri um „skipin
þrjú, sem sigla inn í Betlehem.” En
ensk skáld þekktu hafið mörgum
öldum fyrr en þeir kynntust landa-
fræði Palestínu nokkuð að ráði.
„Velkomin vertu, vetrarperlan
fríð, síblessuð sértu, signuð jólatíð,”
segir í íslenskum sálmi eftir Helga
Hálfdánarson. Erlendir sálmar eru
jafnvel enn ákveðnari í tímasetningu:
„Kristur fæddist á jóladag,” sagir
meira að segja x einum ensk-
latneskum. En Biblían nefnir hvorki
dag né árstíma, er þessi atburður
gerðist. Hins vegar höfðu vetrar-
sólstöður, þegar sólin nemur staðar
og tekur síðan aftur að fikra sig
nær vori, lengi verið fagnaðarhátíð.
Það kom því nokkuð af sjálfu sér að
þegar kristnir
menn tóku
um 330 að
halda upp á
fæðingarafmæli
krist, yrði
þessi tími
fyrir valinu,
því Kristur
hefur auk
margs annars
verið nefndur
„Sól rétt-
lætisins”.
Það er því ekki að undra, þótt hægt
sé að greina heiðna siði innan um
jólasiðina okkar. Þegar við syngjum
um sígrænan við, erum við að taka
þátt í frjósemisritúali sem er miklu
eldra en guðs kristni. Og þótt kristnir
menn hafr um 330 gert jólin að helgi-
athöfn tileinkaðri Kristi, var það ekki
fyrr en 1223, sem heilagur Frans af
Assisi, sá hugljúfl boðberi orðsins,
smeygði mannlegum yl inn r formfast
jólahald páprskunnar. Á aðfanga-
dagskvöld þetta ár setti hann
fæðingarhátrð frelsarans á svið á skógi
vaxinni hæð skammt frá þorpinu
Greccio t Miðrtalru. Þar kom hann
fyrir „dýrastalli lágum,, með jötu,
uxa og asana, og meira að segja
nýfæðlingi r jötunni. Ibúar Greccio
fylgja þessum sið mjög nákvæmlega
enn t dag. Með þessu gaf Frans kristn-
um jólum nýtt gildi, með þvt að
leggja áherslu á að Jesúbarnið var
fátækt og mannlegt, rétt eins og við
hin.