Skaginn - 01.12.1944, Side 7

Skaginn - 01.12.1944, Side 7
III. Faðir hennar fór ekki út þetta kvöld og ekki það næsta. En hve María var nú hamingjusöm. En oft féll samt faðir hennar fyrir freistingunni á kvöldin, en hvílíkar kvalir varð hann ekki að taka út fyrir það daginn eftir, við að sjá hið föla og magra andlit elsku barnsins síns, sem varð veikara með degi hverj- um af matarleysi. Hjónin gerðu allt, sem þau gátu til að fá þennan gimstein sinn til að breyta ákvörðun sinni, en allt kom fyrir ekki. Foreldrar hennar grátbændu hana um það, en það var sama. Þau voru farin að óttast um líf hennar. Á hinum dimmustu stundum var faðir hennar gripinn ákafri löngun til að beita hana valdi, en hann vogaði sér það ekki, að leggja á hana hendur. „Hún er píslar- vottur,“ endurtók hann hvað eftir ann- að við sjálfan sig. „Ó, guð minn góður, og það er ég, sem er að deyða barnið mitt.“ IV. Kvöld eitt, er María bauð föður sín- um góða nótt, valt hún meðvitundar- laus niður. Hún var margar klukku- stundir í þessu ástandi, og er hún vakn- aði aftur til meðvitundar, rak hún litlu hnefana sína í meðalaglasið og braut það. Faðir hennar spurði hana þá, hvort hún vildi deyja. Litla stúlkan svaraði þá: „Pabbi minn, ef mér tekst ekki að lækna þig, þá verð ég að deyja.‘“ Hjarta föðursins bráðnaði. Hann kast- aði sér grátandi yfir barnið og hrópaði: „Elsku hjartans engillinn minn, dýr- gripurinn minn. Þú hefur sigrað, ég skal aldrei framar bragða áfengi. Ó, guð minn almáttugur, hjálpaðu mér til að halda lofarð mitt.“ Guðlaug Magnúsdóttir, 2. bekk. Skemmtiferð Við krakkarnir úr unglingaskólanum heima á Flateyri áttum að fá að fara 1 ferðalag; það var að vísu ekki langt ferðalag, en samt var nógu gaman að því. Ég hlakkaði ákaflega mikið til ferðalagsins, og fannst mér hver dagur heil eilífð, en þó sérstaklega síðasti dag- urinn, áður en hin skemmtilega ferð var hafin. Loks rann hinn langþráði dagur upp, 15. ágúst. Ég hafði ekki eirð í mér til að sofa nema til klukkan rúmlega hálf sjö, en þá var ég glaðvöknuð. Ég reyndi að sofna aftur, en árang- urslaust. Ég fór að klæða mig. Við átt- um að leggja af stað klukkan eitt e. h. Loks varð klukkan eitt. Ég fór til vin- konu minnar, og hlupum við niður að bílnum. Þetta var nítján manna bíll, en við vorum tuttugu og tvö í honum, svo að það varð nokkuð þröngt. En hvað gerði það til? SKAGINN 7

x

Skaginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skaginn
https://timarit.is/publication/1913

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.