Skaginn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skaginn - 01.12.1944, Qupperneq 10

Skaginn - 01.12.1944, Qupperneq 10
F er ðaminningar Þrítugasti og fyrsti maí er runninn upp, bjartur og fagur. í dag stendur mikið til, nemendur I. og II. bekkjar gagnfræðaskóla Akraness eru að leggja af stað í skemmtiferðalag austur í Fljótshlíð, eina af fegurstu sveitum landsins. Klukkan hálf tíu eru allir komnir um borð í m.s. „Víði“, með nesti og svefnpoka. Krakkarnir eru 36, auk séra Sigurjóns Guðjónssonar skólastjóra, sem einnig er fararstjóri, og Magnúsar Jónssonar aðal-kennara skólans. Það er Ijómandi fagurt veður; báturinn ruggar aðeins örlítið. Allir geta verið úti, eng- inn er sjóveikur. Þegar klukkuna vant- ar fjórðung stundar í ellefu, erum við komin til Reykjavíkur. Á bryggjunni bíður Magnús kennari eftir okkur, með tvo stóra fólksflutningabíla frá Bifreiða- stöð íslands. Klukkan ellefu er allt til- búið, og þá er lagt af stað áleiðis til Kambabrúnar. Þar förum við úr bílun- um og litumst um. Þaðan er ágætt út- sýni yfir Suðurlandsundirlendið. Mikið er það fallegt. Ölfusá liðast þar um lygn og breið, eins og stöðuvatn. Landið er mjög lágt, og sjórinn er rétt jafnhár þurrlendinu. Séra Sigurjón sýnir okkur hið helzta og útskýrir það um leið. Við- dvölin er stutt. Aftur er stigið upp í bíl- ana, og áfram höldum við til Hvera- gerðis, til að vita, hvort okkur heppnist að sjá Grýtu gjósa. Því miður getum við ekki fengið að sjá það, því að þá yrð- um við að bíða lengi. Næsti viðkomu- staður er Selfoss. Við erum komin þang- að um klukkan tólf. Á Selfossi borðum við hádegismat og skoðum okkur vel um. Þar kaupum við okkur epli til að borða á leiðinni. Nú höldum við stöðugt áfram, þangað til við komum að Stórólfshvoli. Þar ætl- um við að gista um nóttina í barnaskól- anum. Sigurjón fer þar úr bílnum og talar við fólkið, og fær leyfi. Næst er ferðinni heitið til Hlíðarenda. Þar vor- um við góða stund. Því næst ók bílstjór- inn eins langt inn með Fljótshlíðinni og vegurinn leyfði. Þá varð að snúa bílun- um við og haldið áfram til baka. í baka- leiðinni komum við að Eyvindarmúla, til að fá keypta mjólk. En fólkið þar var svo gestrisið, að það vildi fá að gefa okkur kökur og mjólk. Við komum einn- ig að Múlakoti til að sjá hinn fagra trjá- og blómagarð, sem þar er. Næst er ferð- inni heitið að Seljalandsfossi undir Eyjafjöllum. Þangað erum við komin klukkan hálf níu, einmitt bezti tíminn, sem við gátum kosið til að sjá fossinn. Mikið er hann fallegur. Hann ljómaði í öllum regnbogans litum, þar sem hann steyptist fram. Við gengum undir hann, tókum myndir af honum, skoðuðum hann vandlega, og urðum að lokum frá að hverfa. Annar foss, samt ekki nærri eins fallegur, er þarna skammt frá. Þangað gengum við einnig til að sjá hann. Eftir stutta viðdvöl þar stigum við upp í bílana, og héldum nú til Stór- 10 SKAGINN

x

Skaginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skaginn
https://timarit.is/publication/1913

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.