Skaginn - 01.12.1944, Síða 12
Þjórsárdalur
Þjórsárdalurinn er nú hrjóstrugur, en
ekki hefur hann alltaf verið það. Hann
var einu sinni vaxinn grasi og skógi, þá
var þar blómleg byggð og um tuttugu
bændabýli. Nú eru þar aðeins tveir bæ-
ir: Skriðufell og Ásólfsstaðir, sem nú er
sumargistihús. Oft dvelur þar margt
fólk, sem langar til að sjá hinn einkenni-
lega dal.
Undir Hagafjalli er Gaukshöfði. Það-
an er fagurt útsýni. Þjórsá, lygn og breið
fyrir neðan. Dalurinn breiðir sig á móti
manni. Hinumegin árinnar er hið
mikla eldfjall, Hekla, þar er einnig
Skarðsfjall og Bjólfell, forn trölla bú-
staður. Á Gaukshöfða var Gaukur
Trandilsson drepinn, er hann var á leið
heim til sín úr kaupstaðarferð. Skammt
fyrir innan er Bringa. Þar á milli er
vegurinn svo tæpur, að þegar Þjórsá er
vatnsmikil, rennur hún stundum upp á
veginn, en það getur valdið truflun á
bílferðunum.
Milli Ásólfsstaða og Skriðufells er enn
töluverður skógur, og nær hann nokk-
uð inn fyrir Skriðufell. Þar fyrir innan
er enginn gróður í dalnum, aðeins sand-
Drengurinn, sem meiddist, var flutt-
ur um borð í „Víði“, og þar var honum
komið fyrir á eins góðum stað og hægt
var. Honum batnaði rétt strax, eftir að
heim var komið, og nú er aðeins örið
eftir.
Ferðin með m.s. Víði gekk vel. Klukk-
an var að byrja að ganga sjö, þegar við
vorum komin heim. Við skildum glöð og
ánægð með ferðina, þrátt fyrir slysið.
S. Á.
ar, hraun og vikrar. Sumstaðar sjást
enn leifar af bæjum, en ekki er vitað
með vissu um alla bæi, sem voru í daln-
um. Kirkjugarður hefur fundist þar, og
er það talið vera á Skeljastöðum, þar
sem Hjalti Skeggjason bjó.
í Stöng bjó Gaukur Trandilsson. Þar
hafa verið grafnar upp húsarústirnar og
byggt yfir. Þar er hægt að sjá margt,
sem óvíða er til annars staðar. í smiðj-
unni er stór steinn, sem járn hefur að
líkindum verið barið við. Þar er einnig
annar steinn, með laut í, ennfremur sá
þriðji með sniðnum köntum. í þessari
holu var einnig dálítið af rauðum sandi,
en ekki fékk ég neina skýringu á því, til
hvers hann hefur verið notaður. Margt
fleira var þar, sem ég er búin að gleyma.
í skálanum hafa verið langpallar með
fram veggjunum og langeldur á milli
þeirra. í búrinu eru för eftir tvær ám-
ur, sennilega skyrámur. Það hafa ekki
verið nein smáílát. Einkennilegir klett-
ar eru norðvestan við dalinn. Það er
hinn svonefndi Dímon. Þar er hið ein-
kennilega Tröllahlið.
í Gjánni er margt undarlegt, sem ekki
er gott að lýsa. Hún er dularfull, með
12
SKAGINN