Skaginn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skaginn - 01.12.1944, Qupperneq 13

Skaginn - 01.12.1944, Qupperneq 13
klettum og draugalegum hellisskútum, tærum uppsprettum, og bergvatnsá rennur um Gjána og myndar foss, sem hægt er að ganga á bak við. En allir, sem gera það, eiga á hættu að koma blautir frá fossinum aftur, því að úðinn er svo mikill. í Fossá er Háifoss, einn af hæstu fossum íslands. í henni er einnig Hjálparfoss. Hann er mjög fallegur. Á fossbrúninni er dálítill hólmi. Hann er mjög sérkennilegur. Þar er birkihrísla í svolitlum grasigrónum hvammi. Þar eru hraungöng og stuðlaberg. Neðan við fossinn, austan megin árinnar, er dálítill grasbali, eins og vin í eyðimörk. í klettunum þar fyrir ofan er hellir. Þangað verður að klifra, og svo verður nærri því að skríða á fjórum fótum inn, en þar er hægt að standa uppréttur, þeg- ar kemur inn fyrir hellismunnann. En dimmt er þar inni, svo að ekki er gott að sjá, hvernig umhorfs er. Búrfellháls er skógi vaxinn og mjög fagur. Þar rennur Þjórsá með miklum straumþunga. Þar er Tröllkonuhlaup, þar sem tröllkonurnar, sem bjuggu í Búrfelli og Bjólfelli stukku yfir, þegar þær þurftu að hitta hvor aðra. Þeim fannst erfitt að stökkva yfir ána, svo að þær settu steina út í ána og gengu svo yfir. Þessir steinar standa ennþá upp úr. Skammt þar fyrir neðan er Þjófafoss. Þar hefur þjófum verið drekkt einhvern- tíma. Hann er skeifulaga, öskumórauð- ur, vatnsmikill og draugalegur. Þjórsárdalur er hrikalegur, sorgleg sönnun þess, hvernig landið hefur blás- ið upp, þó er hann yndislega fagur. Þeir, sem koma í Þjórsárdalinn, munu aldrei gleyma honum aftur, og flesta eða alla mun langa til að koma þar aftur, sjá allt og skoða betur. Auður. íílara litla Það var aðfangadagur jóla, snjónum kingdi niður. Klara litla ráfaði um göturnar frá ein- um búðarglugganum til annars, og margt hafði hún séð fallegt, en það tjáði ekki að hugsa um það, hún bjóst ekki við að fá mikið í jólagjöf í þetta skipti, að- eins högg og skammir frá stjúpu sinni, nema ef einhver af drykkjukunningjum hennar væri hjá henni. Stjúpa Klöru var reglulegur drykkju- ræfill. Hún svallaði fram á nætur og nennti ekki að vinna, en sendi Klöru út til að sníkja mat, og hún sagði, að ef enginn vildi gefa henni mat, þá ætti hún bara að stela honum. Þetta fannst Klöru hryllilegt að hugsa um, hvað þá heldur að framkvæma það. En það þýddi ekkert fyrir hana að svíkjast undan, af því að þá barði stjúpa hennar hana, og þá varð hún líka að fara svöng í rúmið, en henni fannst það næstum tilvinn- andi, heldur en að stela. Ekki átti hún heldur almennileg föt til að fara í, að- eins útslitna garma, sem hinir og þessir gáfu henni, af því- að þeir kenndu í brjósti um hana. Vesalings Klara, hún átti sannarlega bágt. Nú var hún alveg að krókna úr kulda, og jólin voru að koma. Hún hafði alls staðar verið rekin á dyr, þar sem hún kom og bað um mat. Hún gat ekki feng- SKAGINN 13

x

Skaginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skaginn
https://timarit.is/publication/1913

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.