Skaginn


Skaginn - 01.12.1944, Síða 15

Skaginn - 01.12.1944, Síða 15
Það var einu sinni drengur, að nafni Pétur, sem átti heima með föður sínum í litlum kofa úti í skógi. Móðir Péturs litla var dáin. Þorp var nálægt kofanum, og fór Pét- ur þangað á hverjum morgni, því að hann gekk í skóla í þorpinu. Seinni hluta dagsins fór hann út í skóg með föður sínum, til að höggva viðarkubba. Á kvöldin, er hvídlartími hans var kominn, fór hann að lesa lexíurnar sín- ar undir næsta dag. Hann var minnisgóður og vel gefinn. Var hann beztur í sínum bekk. Strákarnir gerðu sér að skyldu að særa hann og kvelja, af því að hann kom kannske ekki sem bezt til fara í skólann, því að enga mömmu átti hann, til að stoppa í fötin sín og bæta þau. Drengirnir í skólanum kölluðu hann „Viðardrumb“, en hann skeytti því engu. Einn góðan veðurdag tóku allir dreng- irnir sig saman um, að ginna hann með sér í sleðaferð. Tjörn var þar í grenndinni, er var ísi lögð, en ísinn var ótraustur sums stað- ar. Ákváðu drengirnir að láta hann fara út á ísinn, þar sem þeir héldu, að hann væri ótraustur.Þeir ætluðust til, að hann dytti niður um ísinn, ef þeim tækist þetta. Buðu drengirnir nú Pétri litla með sér í sleðaferð. Pétur litli þáði það. Fór nú allur hópurinn af stað, og var ekið lengi. Romu þeir nú á áfangastað- inn. Léku þeir sér um stund við að renna sér. Sögðu drengirnir nú Pétri litla að fara lengra út á ísinn og ná í það, sem lægi þar rétt hjá. Pétur litli sá ekkert, en hann sagðist skyldi fara þangað, sem þeir sögðu honum. Þegar Pétur var kominn þangað, sem þeir sögðu honum að fara, var þar alls ekki neitt, en ísinn var vel traustur, svo að drengirnir urðu fyrir miklum von- brigðum. Heyra þeir þá allt í einu ámáttlegt væl, og sjá þeir, hvar einhverjar þrjár svartar verur koma þjótandi eftir ísn- um á fleygiferð. Pétur litli sá, hvers kyns var, því að hann sá að þetta voru úlfar, er leituðu sér að bráð. Flýtti Pétutr sér nú til drengjanna, og skipaði þeim að fara upp á sleðann, en hann ætlaði að vera aft- astur á sleðanum. Brunuðu drengirnir nú af stað, mátt- lausir af hræðslu. En þeir fundu ein- hvern veginn, að þeir væru öruggir, af því að þeir sáu hvað Pétur litli var hug- rakkur. Allt í einu smeygir Pétur sér úr yfir- höfninni, og hendir henni til úlfanna, er alveg voru á hælunum á þeim. Úlfarnir stönzuðu og þefuðu af yfirhöfninni, rifu hana og tættu í sundur. Gátu drengirn- ir hraðað sér undan, því að úlfarnir töfðust við þetta. Gekk svo langa leið, SKAGINN 15

x

Skaginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skaginn
https://timarit.is/publication/1913

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.