Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 20
20 S K I N FA X I
Hanna Carla Jóhannsdóttir hefur frá því
í byrjun mars 2024 stýrt innleiðingu og sam-
ræmingu á nýjum svæðastöðvum íþrótta-
hreyfingarinnar og mennta- og barnamála-
ráðuneytisins. Svæðastöðvunum er m.a.
ætlað að styðja við íþróttahéruð landsins
við innleiðingu á stefnu íþróttahreyfingar-
innar og ríkisins í íþróttamálum.
Hlutverk Hönnu Cörlu er að leiða verk-
efnið áfram ásamt þeim sextán starfsmönn-
um sem ráðnir verða til starfa á svæðastöðv-
unum átta um allt land. Ráðninga- og ráð-
gjafafyrirtækið Hagvangur sá um öll viðtöl
við umsækjendur á fyrstu stigum umsóknar-
ferlisins. Á öðru stigi tók Hanna Carla þátt í
viðtölunum ásamt þeim Andra Stefánssyni,
framkvæmdastjóra ÍSÍ, og Auði Ingu Þor-
steinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ.
Hanna Carla er íþróttafræðingur með
meistaragráðu í forystu og stjórnun. Hún
kemur til starfa frá HK, þar sem hún gegndi
stöðu framkvæmdastjóra í rúm fimm ár og
kom að margvíslegum verkefnum er snúa
að íþrótta- og lýðheilsustarfi. Auk þess hefur
Hanna Carla setið í stjórnum innan íþrótta-
hreyfingarinnar, bæði tengt Ungmennasam-
bandi Kjalarnesþings og einnig á vegum
aðildarfélags innan þess.
Stýrir samræmingu svæðastöðvanna
Hvað er...
Svör við ýmsum spurningum sem kviknað hafa um svæðastöðvar, hlutverk þeirra og markmið.
1. Hvernig eru svæðastöðvarnar
fjármagnaðar?
Svæðastöðvarnar eru fjármagnaðar með 15%
af því lottófjármagni sem fer til íþróttahéraða
frá ÍSÍ og UMFÍ. Auk þess með framlagi frá
stjórnvöldum.
2. Hvar verða svæðastöðvarnar?
Starfsfólk svæðastöðvanna verður ráðið inn
á landsvæði. Endanleg staðsetning verður
ákveðin í samráði við starfsfólkið. Horft er til
núverandi skrifstofu íþróttahéraða og skrif-
stofa samtaka sveitarfélaga.
3. Hvað verða margir starfsmenn?
Gengið er út frá því að tveir starfsmenn verði í
fullu starfi á hverri svæðastöð. Í heildina verða
sextán starfsmenn á svæðastöðvunum um
allt land.
4. Vinna svæðastöðvarnar saman?
Starfsmenn á hverju svæði munu vinna fyrir
íþróttahéruð að því að efla starf íþróttafélaga á
sínu starfssvæði. Einnig verður töluverð sam-
vinna á milli svæðanna og horft til þess að sam-
ræma starfsemi og áherslur á landsvísu.
5. Hvað verða mörg íþróttahéruð á
hverri svæðastöð?
Minnst tvö íþróttahéruð standa á bak við
hvert starfssvæði og mest fjögur.
6. Hvað eru íþróttahéruðin mörg?
Á Íslandi eru 25 íþróttahéruð.
7. Hvaða hlutverki gegna íþrótta-
héruðin?
Landinu er skipt upp í íþróttahéruð sam-
kvæmt íþróttalögum. Í hverju íþróttahéraði
skal vera eitt héraðssamband/íþróttabanda-
lag allra íþróttafélaga í héraðinu til að vinna
að hinum ýmsu hagsmunamálum þeirra.
Starfsstöðvar samþykktar
Á þingi UMFÍ sem haldið var að Geysi í Haukadal 20.–22. októ-
ber 2023 var samþykkt að UMFÍ, í samráði við ÍSÍ og íþrótta-
héruðin, ynni að því að setja á laggirnar átta starfssvæði um
landið, til stuðnings íþróttahéruðum landsins. Verkefnið fæli
hvorki í sér breytingu á lýðræðislegri skiptingu íþróttahéraða
né breytingar á atkvæðaskiptingu á þingum ÍSÍ og UMFÍ.
Skilyrði fyrir slíkum starfssvæðum var að hægt yrði að tryggja
fjárstuðning frá ríkinu til verkefnisins, með hliðsjón af svæðis-
skiptum verkefnum ríkisins sem falla vel með verkefnum og
skyldum íþróttahreyfingarinnar.
Lottóreglur
Á sambandsþingi UMFÍ í október 2023 var samþykkt breyting
á lottóreglum. Hún verður eftirleiðis með þessum hætti:
I. Skipting lottótekna UMFÍ:
1. 79% til sambandsaðila.
2. 14% til UMFÍ.
3. 7% til Fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ, úthlutun sam-
kvæmt reglugerð sjóðsins.
II. Skipting lottótekna sambandsaðila UMFÍ:
Hlut sambandsaðila (79%) verði skipt þannig:
15% til reksturs svæðisskrifstofa íþróttahéraða.
85% til íþróttahéraða eftir íbúafjölda 18 ára og yngri 31. des-
ember næstliðins árs.