Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 30
30 S K I N FA X I Gissur Jónsson starfaði sem fram- kvæmdastjóri Umf. Selfoss frá árinu 2013 til ársins 2021. Í hverju var/er starfið aðallega fólgið? Tímafrekustu verkefnin voru sam- skipti og fundir með sveitarfélag- inu ásamt skipulagningu á sam- skiptum og fundum með deild- um félagsins. Loksins hægt að klára verk á dagvinnutíma Gissur Jónsson var framkvæmdastjóri Selfoss. Hann segir fjármálin hafa verið krefjandi og að krónubaslið hafi tekið mikinn tíma og krafta fólks. Hvað var/er mest krefjandi (erfiðast) í starfinu? Fjármálin voru alltaf krefjandi því að krónubaslið tók mikinn tíma og krafta fólks. Einnig þarf, í fjöl- greina félagi eins og Umf. Selfoss, mikla útsjónarsemi við að deila þeim fjármunum sem eru til skipt- anna. Hvernig var/er vinnutíminn? Uppgefinn vinnutími var frá kl. 9 til 16, en það voru ófáar vinnu- stundir eftir klukkan fjögur á dag- inn sem fóru að mestu í ýmiss konar símtöl og fundi með stjórn- um og nefndum félagsins. Hafa þessi störf eitthvað breyst frá því að þú byrjaðir í þessu? Já, fundum hefur fækkað mikið þar sem mörg einfaldari mál eru nú afgreidd með tölvupóstsam- skiptum. Einnig hefur starfsfólki fjölgað hjá deildum, sem gerir það að verkum að fleiri verkefni er hægt að sinna á hefðbundnum dagvinnutíma. Áttu einhver góð ráð til þeirra sem eru í þessum störfum eða eru að spá í að sækja um slíkt starf? Ég held að mikilvægustu eigin- leikar fólks í þessum störfum séu fyrst og fremst þolinmæði, bjart- sýni og jákvæðni. Auk þess er mjög mikilvægt að hafa brenn- andi áhuga á að vinna með fólki og vinna að því að skapa betra samfélag. Olga Bjarnadóttir hefur verið fram- kvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gerplu frá árinu 2016. Hún var áður framkvæmdastjóri fimleika- deildar Selfoss um árabil. „Þetta eru mjög ólík störf þar sem annað, fimleikadeild Selfoss, er lítil deild innan fjölgreinafélags, en hitt, Gerpla, er stórt íþrótta- félag með rúmlega 2.000 iðk- endur og 140 starfsmenn.“ Í hverju er starfið aðallega fólgið? Starfið er fyrst og fremst fólgið í því að tryggja markvissa og metn- Krefjandi að passa upp á að missa enga bolta Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Gerplu segir mikilvægt að geta tæklað alls kyns mál án þess að taka þau inn á sig. aðarfulla starfsemi. Starfið er fjöl- breytt og krefjandi þar sem hver dagur hefur að geyma nýjar áskor- anir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri, starfsmanna- haldi og samskiptum við hina ýmsu hagaðila. Hvað er mest krefjandi (erfiðast) í starfinu? Það er að passa upp á að missa enga bolta því það eru ansi margir á lofti í einu. Einnig að vera alltaf á tánum gagnvart rekstrinum, að hann sé réttu megin við núllið. Það er líka mikilvægt að geta tæklað alls kyns mál án þess að taka þau inn á sig. Íþróttafélög veita þjónustu og það eru allir að reyna að gera sitt besta í því hlutverki. Hvernig er vinnutíminn? Í svona starfi ertu alltaf á vaktinni og þú veist aldrei hversu langur vinnudagurinn verður þegar þú mætir. Verkefnin koma úr öllum áttum og spyrja sjaldnast um stað eða stund. Hafa þessi störf eitthvað breyst frá því að þú byrjaðir í þessu? Á þessum árum hef ég svo sannar- lega náð að efla þekkingu mína, viðhorf og færni og þar með náð að fylgja eftir stöðugum breyt- ingum, auknum kröfum og tíðar- anda hverju sinni. Áttu einhver góð ráð til þeirra sem eru í þessum störfum eða eru að spá í að sækja um slíkt starf? Þeir sem sækjast eftir svona starfi eru ekki að leita eftir notalegu skrifstofustarfi á milli kl. 8 til 16. Mjög gott er að hafa gegnt mörg- um hlutverkum innan íþróttahreyf- ingarinnar til að hafa innsýn í flest sem fer fram í félaginu og geta sett sig í spor annarra. Það er sjaldan lognmolla og starfið er skemmti- legt og líflegt. Hver vill ekki leiða her kraftmikils starfsfólks sem leggur metnað sinn í faglegt og gott íþróttastarf með börnum og fullorðnum?“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.