Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 38
38 S K I N FA X I Ármann var fyrsta félagið sem keypti þjón- ustu Vett, en keyptur var aðgangur fyrir allar deildir félagsins. Sjá: www.armenningar.is. Eins og hér sést er notendasvæði Vett fremur þægilegt. „Okkur fannst vanta tól, vettvang fyrir litlu félögin. Þar er hver króna risapeningur. Okkur langar þess vegna að gefa þeim tækifæri til að gera betur og auðvelda þeim bæði að setja upp vefverslun, sýna beint frá viðburðum og íþróttaleikjum og fara í nútímalegar fjáraflanir,“ segir Gunnar Sigurðarson. Hann þekkir það afar vel hvernig er að alast upp hjá ungmenna- félagi úti á landi. Hjarta hans er beintengt Ólafsvík og ungmennafélaginu Víkingi. Hann er rótgróinn íþróttamaður, kenndur við íþrótta- velli og er á kafi í stjórnun og þjálfun hjá Karate- félagi Reykjavíkur. Gunnar hefur ásamt Agnesi Guðjónsdóttur, konu sinni, og annarri fjölskyldu hannað og hafið rekstur á vefþjónustu undir merkjum Vett, sem gerir íþróttafélögum kleift að sinna fjórum verkefnum á einum stað. Öllum þátt- um þjónustunnar er ætlað að styrkja stoðir í rekstri viðkomandi félags, styrkja ásýndina og auka upplýsingaflæði félagsins. Vett er hugsað sem vettvangur fyrir íþrótta- félög til að selja vörur sínar og veita aðgang að streymi frá ýmsum viðburðum. Þjónusta Vett felst í því að veita aðgengi að tæknilausn- um eins og streymi sem notendur geta sjálfir ákveðið hvort verði ókeypis fyrir áhorfendur eða innheimt fyrir og selt líka vörur og varn- ing. Á sama stað geta íþróttafélög líka tekið á móti styrkjum frá velunnurum og birt fréttir af félaginu. Félögin verða nútímalegri Gunnar var um nokkurra ára skeið formaður Karatefélags Reykjavíkur. Þar eins og víðar þarf að selja varning fyrir einu og öðru, búninga fyrir iðkendur og vörur í fjáröflun fyrir utan- landsferðir ásamt ýmsu fleiru. Félagið gerði auðvitað það sama og öll önnur. „Það er alveg sama hvert þú horfir. Allir eru að gera eins. Iðkendur selja lakkrís og klósett- pappír til vina og ættingja og félögin sýna frá leikjum á Facebook og YouTube. Sjálfboðaliðar hafa líka nóg að gera fyrir félögin og þeim er nú að fækka. Þess vegna datt okkur í hug að finna leið fyrir félögin, horfa til þess hvað þau gætu gert til að stækka stuðningsnet sitt, farið Frábært tól fyrir minni félög Vett er fjórþætt þjónusta sem gerir félögum kleift að senda beint út frá viðburðum, setja upp vefverslun, miðla fréttum og afla styrkja. í fjáröflun með nýstárlegum hætti, sýnt frá leikj- um og sagt fréttir frá félaginu eða deildinni,“ segir Gunnar, sem fór með hugmyndina til Jóns Þórs Ólasonar, framkvæmdastjóra Ármanns í Reykjavík. Hann tók vel í hugmyndina og nýtir nú þjónustuna fyrir allar deildir Ármanns. Fjöl- mörg önnur félög hafa nýtt sér þjónustuna. Gunnar segir stefnuna alltaf hafa verið þá að einfalda verkin hjá Vett til að einfalda verk- efnin fyrir sjálfboðaliða. „Sjálfboðaliðar hafa nóg að gera og við þurfum að fækka höndunum því þær nýtast í önnur verk. Þess vegna var sú leið farin að veita þjónustu þar sem lítil og meðalstór íþrótta- félög geta gert flest á einum stað. Nú er svo komið að ef félag er með þjónustusíðu á Vett en tengiliður félagsins hættir getur annar einstaklingur tekið við með lítilli fyrirhöfn,“ heldur hann áfram. Á vefsíðu Vett er hvert félag með eigið vef- svæði. Þar er veittur aðgangur að streymi frá íþróttakappleikjum, vefverslun og ýmsu öðru sem félögin ráða hvað verður. Bæði er hægt að nýta þjónustusvæðið á Vett eða flétta Vett inn í vefsíðu minni íþróttafélaga og halda þar úti fréttaþjónustu. Auk þess sem áður hefur verið talið upp er hægt að taka upp leiki og vista á heimasvæði viðkomandi íþróttafélags til áhorfs síðar. Möguleiki er á að setja inn lógó styrktaraðila félagsins og hampa þeim á meðan fólk horfir á leiki í beinni útsendingu. Styrktarsíða fyrir félögin Einn af möguleikum Vett er uppsetning á styrktarsíðu. Þar geta stjórnendur með einföld- um hætti sett upp nokkra möguleika fyrir net- verja sem vilja styrkja félagið sitt um tilteknar upphæðir. Hægt er að setja upp nokkra mögu- leika og getur fólk þar smellt á þá upphæð sem það vill styrkja félagið um hverju sinni. Gunnar segir alla möguleika Vett ganga út á eitt og það sama, að nútímavæða minni félög en gera þeim á sama tíma kleift að sýna beint frá leikjum, bjóða upp á fréttaþjónustu, vef- verslun og gera fólki kleift að styrkja félögin. „Lið minni félaganna ferðast á leiki um allar koppagrundir. Félögin geta auglýst leikina á heimasíðum sínum og samfélagsmiðlum. Ömmur og afar og fleiri sem langar að sjá leiki barnabarnanna geta fylgst með í beinni útsendingu og eru margir tilbúnir að greiða fyrir útsendinguna. Viðkomandi félagi er í sjálfsvald sett hvort það vill rukka inn eða ekki. Ef áhorfendur vilja styrkja félagið geta þeir líka ákveðið að gera það á vefsvæði félags- ins,“ bætir Gunnar við og bendir á að þjón- usta sem þessi geti hentað mörgum smærri félögum og deildum annarra félaga. Gunnar bendir jafnframt á að hægt sé að nota streymisþjónustu Vett í mörgum öðrum tilgangi, sem dæmi sýna frá viðburðum eins og Unglingalandsmóti og fleiri viðburðum. „Við erum mörg sem eigum börn í skaut- um og karate og handbolta og mörgu fleiru. Ég get ekki alltaf farið á leiki út á land en er til í að horfa á streymi frá þeim og er tilbúinn að greiða fyrir það,“ segir hann og gaukar þeirri hugmynd út í kosmósið að ef félag vilji streyma frá leik sé upplagt að fá 1–2 yngri iðkendur til að lýsa leiknum í beinni. Þeim sé hægt að borga með þeim áskriftum sem fólk greiðir fyrir útsendinguna. „Þetta er í okkar huga fullkomið fyrir minni félög, félög úti á landi sem vilja fara saman inn í nútímann og nýta tæknina,“ segir Gunnar Sigurðarson að lokum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.