Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 26
26 S K I N FA X I
„Það þýðir ekki að segja að fólk þurfi að hreyfa
sig. Ef við ætlum að breiða fagnaðarerindið út
verðum við að praktísera það sjálf – hreyfa
okkur,“ segir íþróttakennarinn Flemming
Jessen. Hann hefur um árabil verið talsmaður
þess að fólk á öllum aldri hreyfi sig og var í
flokki þeirra sem gerðu Landsmót UMFÍ 50+
að veruleika fyrir þrettán árum. Fyrsta mótið
var haldið á Hvammstanga árið 2011 og er
mótið fyrir löngu orðið að föstum punkti í
dagatali margra.
Áður en fyrsta mótið var haldið var lengi
búið að ræða um að halda íþróttaviðburði
fyrir fimmtuga og eldri. Fólk hreyfði sig mis-
mikið og sumir ekkert. Skipulagt íþróttastarf
fyrir eldri borgara var ekki mikið eins og nú.
Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, sem
Flemming sat í stjórn í, skipulagði meðal ann-
ars námskeið og hélt viðburði um allt land þar
sem íþróttir fyrir aldraða voru kynntar. Heil-
mikil stemning var komin fyrir móti þar sem
ýmsir hópar kæmu saman.
Flemming segir mikið vatn hafa runnið til
sjávar síðan þetta var. Heilmikil vakning hafi
orðið í heilsueflingu fólks yfir fimmtugu.
„Það er ekki spurning að heilsuefling fyrir
eldra fólk hefur öll þróast til mun betri vegar.
Fólk er farið að huga betur að heilsunni en
áður og hreyfir sig meira. UMFÍ og ÍSÍ hafa
líka saman valdið byltingu í heilsueflingu.
Íþróttahreyfingin, UMFÍ, ÍSÍ og íþróttafélög
hafa ásamt sveitarfélögum gert mikið sem
skilar því að fólk frá miðjum aldri hefur farið
að hreyfa sig miklu meira en áður,“ segir
Flemming og bendir sem dæmi á að mörg
íþróttafélög og sveitarfélög standi fyrir ýmiss
konar heilsueflingu. Það bætist við það sem
einkageirinn bjóði upp á.
Flemming skipuleggur og tekur sjálfur þátt
í fjölda íþróttaviðburða. Í lok janúar stóð hann
í Borgarnesi fyrir þorramóti í ringó. Þangað
mættu nokkur lið af suðvesturhorninu og úr
Vestur-Húnaþingi auk tveggja liða úr röðum
Ungmennasambands Borgarfjarðar. Í apríl
var hann svo á Akureyri að keppa á vormóti
eldri borgara í ringó. Á meðal keppenda var
Hvetur eldra fólk til að hreyfa sig
Flemming Jessen er á meðal forsprakka Landsmót UMFÍ 50+ og hefur unnið við
öll mótin. Hann er í fullu fjöri og er atorkusamur boðberi hreyfingar eldri iðkenda.
framkvæmdastjóri verkefnisins Virk efri ár og
formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Þar
var mótahaldið auðvitað rætt og fleiri viðburðir
fyrir eldri borgara.
Þetta er engin nýlunda, því Flemming ferð-
ast víða um land til að boða fagnaðarerindið,
mikilvægi þess að fólk hreyfi sig. Hann hefur
margoft farið þvert og endilangt um landið til
að kynna bæði boccia og ringó fyrir félögum
Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) var stofnað
að danskri fyrirmynd árið 1985 í þeim tilgangi að ýta undir hreyf-
ingu hjá eldra fólki. Félagið hélt fjölda námskeiða fyrir leiðbein-
endur 60 ára fólks og eldra, hvort sem það var á dagheimili, í dag-
vistun, öldrunarheimilum eða félagsmiðstöðvum. Félagið hélt líka
um skeið sumarnámskeið og stóð fyrir sýningu eldri borgara á
höfuðborgarsvæðinu á öskudag á hverju ári þar sem fólk sýndi
jafningjum sínum afrakstur vetrarstarfsins.
Flemming í bridgekeppni á Landsmóti UMFÍ 50+.
Á meðal þess sem kennt var á námskeiðunum var sund og stafa-
ganga auk stólaleikfimi og fleiri góðra æfinga. Félagið kynnti líka
til sögunnar hér á landi íþróttagreinar eins og boccia og ringó.
FÁÍA hélt mót í boccia á hverju ári og notuðu félög víða mótin sem
fjáröflun. Reyndar réðst FÁÍA í átak til að breiða út fögnuðinn sem
fólst í ringó í samstarfi við Ungmennafélag Íslands. Leikurinn felst í
því að kasta tveimur hringjum yfir net eins og í blaki og eiga mót-
herjarnir að grípa og henda til baka. Greinin er æfð víða um landi
og hefur um árabil verið keppt í ringó á Landsmóti UMFÍ 50+.
Kynntu ringó fyrir Íslendingum
Flemming (lengst til hægri) við dómgæslu í boccia á Landsmóti UMFÍ 50+.
eldri borgara. Ferðirnar hafa skilað ótrúlegum
árangri, enda margir hópar sprottnir víða um
land þar sem greinarnar eru æfðar reglulega.
Flemming hefur frá upphafi tekið virkan þátt
í undirbúningi og framkvæmd Landsmóta
UMFÍ 50+. Það gerir hann bæði sem sér-
greinastjóri í bæði boccia og ringó en hefur
tekið þátt sem keppandi í bridge. Ekki er
undantekning á því þetta árið.