Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 27
 S K I N FA X I 27 Nóg verður um að vera þegar Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í fyrsta sinn í Vogum á Vatnsleysu- strönd í byrjun júní. Eins og á fyrri mótum er gert ráð fyrir miklum fjölda í ringó og boccia. Vegna þess hversu mjög boccia hefur sprung- ið út var ákveðið að bæta aukadegi við mótið. Íþróttahúsið í Vogum rúmar einfaldlega ekki allan fjöldann sem væntanlegur er í boccia og þarf keppni því að fara fram á tveimur dög- um. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um boccia. Eldri borgarar hér hafa stundað boccia yfir vet- urinn auk þess sem aukaæfingar hafa verið hjá félaginu til að kynna greinina og undirbúa fólk fyrir landsmótið. Eitt lið fór á Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi í fyrra og lærði mikið af því,“ segir Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar Vogum, sem heldur mótið í ár. Á meðal þess sem hópurinn lærði í Stykkishólmi er að hver keppnishópur kemur með sitt eigið boccia-sett og tekur þátt í dómgæslu. Petra segir boccia-liðin þurfa að vera snögg að skrá sig vegna þess að aðeins verður hægt að skrá 32 boccia-lið til leiks. Íþróttahúsið í Vogum einfaldlega rúmi aðeins fjóra velli og því þurfi að skipta keppninni upp. Mikil ásókn í boccia Petra Ruth, formaður Þróttar Vogum, segir mikla stemningu fyrir Landsmóti UMFÍ 50+. Mikil ásókn er í boccia. Íþróttahúsið rúmar aðeins 32 lið og þurfti að fjölga mótsdögum. Götubitar og heimatónleikar Petra býst við mikilli stemningu á mótinu í júní. Opið verði í fjölda greina og meira að segja verði greinar í boði sem börn geta spreytt sig á. Fólk geti komið og prófað greinar sem það hafi dreymt um í gegnum árin. Matarvagnar verða líka á svæðinu og skellt verður í heima- tónleika víða um bæinn. Matar- og skemmti- kvöldið verður á sínum stað og gulltryggt að gaman verði á mótinu. Brennibolti og pönnukökur Til að koma öllum í mótsgírinn í Vogum var haldinn íbúafundur í bænum í byrjun sumars. Þar sat Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmda- stjóri móta UMFÍ, fyrir svörum og skýrði jafn- framt eitt og annað varðandi mótahaldið. Það leiddi til þess að fólk bauð sig fram sem sjálf- boðaliðar á mótinu. Þróttarar hafa vandað vel til verka og bjóða upp á úrval greina, bæði til að keppa í og sem fólk getur prófað. Yfir tuttugu greinar eru í boði. Þar á meðal eru brennibolti, petanque, sem sló í gegn á mótinu í Stykkishólmi í fyrra, og kasína, sem er vinsæl á meðal Grindvíkin- ga. Þetta verður sérstaklega spennandi grein því sérgreinastjórinn hefur stýrt heimsmeis- taramóti í kasínu. Gamlar byggingar og annað forvitnilegt Petra segir Þróttara og UMFÍ hafa kappkostað að mótsgestir njóti helgarinnar. Auk matar- vagna og götuveislustemningar geti gestir skoðað ýmislegt í bænum, svo sem gamla safnaðarheimilið Kirkjuhvol, sem Ungmenna- félagið byggði ásamt Kvenfélaginu í Vogum. Þar voru haldin dansiböll í gamla daga og komu þangað gestir fótgangandi frá Grinda- vík. Verið er að endurbyggja húsið og verður hægt að fylgjast með framkvæmdum. Sömu- leiðis verður hægt að skoða fleira gamalt og gott sem búið er að gera upp, þar á meðal gamla hlöðu og skólahús. Þeir gestir sem vilja bregða undir sig betri fætinum geta skellt sér í góðan göngutúr frá Vogum að útivistarsvæðinu Háabjalla. „Við erum að gera göngukort af leiðinni og það verður – eins og fleira – tilbúið fyrir mótið,“ segir Petra. Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ung- mennafélagsins Þróttar í Vogum. Frá keppni í boccia á Landsmóti UMFÍ 50+. Skráning á Landsmót UMFÍ 50+ er á: www.umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.