Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 36
36 S K I N FA X I „Það fylgja því mörg frábær tækifæri að vera í stjórn NordUng, meðal annars að ferðast um Norðurlöndin og kynnast frábærum ungmenn- um alls staðar að,“ segir Halla Margrét Jónsdóttir. Hún er nýtekin við sem formaður Ungmennaráðs UMFÍ af Emblu Líf Hallsdóttur, sem hefur skilað af sér frábæru starfi síðastliðin tvö ár sem formaður og setið enn fleiri ár í ráðinu. Sjálf hefur Halla Margrét setið í ungmenna- ráði UMFÍ frá árinu 2019. Vinnur með ungu fólki á Norðurlöndunum Halla Margrét hefur síðastliðin tvö ár setið í stjórn Nordung, samtaka æskulýðsfélaga á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Samtökin standa að fjölmörgum verkefnum sem tengja Norðurlöndin og Eystra- saltsríkin saman. Verkefnin eru fjölbreytt, meðal annars ungmenna- vikur, ungmennaskipti, markmiðaráðstefnur og fleira. UMFÍ hefur lengi verið samstarfsaðili samtakanna. Mörg tækifæri geta skapast með því að taka þátt í verkefnum NordUng. „Ég byrjaði í stjórn NordUng í apríl árið 2022 og var í ár endurkjörin í tvö ár í viðbót,“ segir Halla Margrét. Aðalfundur NordUng var hald- inn í Gautaborg 16. mars síðastliðinn. Fundurinn var samtengdur við vinnustofu sem samtökin voru með dagana fyrir fundinn, þ.e. frá 13.–16. mars. Vinnustofan tók mið af þátttöku ungmenna í samfélag- inu. „Þetta var gert þannig að hluti af dagskránni á vinnustofunni var að koma og sjá hvernig aðalfundur NordUng er haldinn,“ segir Halla Margrét. Vinna saman yfir landamæri „NordUng heldur fjóra viðburði á ári hverju. Við- burðirnir samanstanda af þremur vinnustofum og einni ungmennaviku, sem er alltaf haldin á sumrin. Í ár fer ungmennavikan fram á Álands- eyjum. Ég hvet öll ungmenni til að sækja um og fara á svona viðburði. Þar öðlast maður dýr- mæta reynslu og eignast frábæra vini frá öðrum löndum,“ segir Halla Margrét. Yfirlit yfir kom- andi viðburði er hægt að finna á heimasíðu NordUng. Þar má einnig finna nánari upplýs- Tala saman á blandinavísku ingar um ungmennavikuna sem er á dagskrá í júlí á þessu ári á Álandseyjum. Ungmennavikan er með það að markmiði að kanna virka þátttöku ungmenna og aktívisma, skapa þátttöku í samfélaginu, fagna fjöl- breytileika samfélagsins og fleira. Þetta er allt gert með skapandi, skemmtilegum og óformlegum aðferðum. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig ungmenni annars staðar af Norðurlöndunum vinna og tala saman „blandinavísku“ og kenna þeim smá íslensku. En þetta gagnast mér líka mjög vel, því ég hef aukið mikið reynslu mína af stjórnunarstörfum og öðlast ný tól í verkfærakist- una mína,“ segir Halla Margrét. NordUng er stytting á heitinu Nordisk Ungdomsorganisation. Heitið var áður stytt sem NSU. Nordung og UMFÍ hafa lengi verið samstarfsaðilar og unnið mikið af sameiginlegum verkefnum sem tengja Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin saman. Á meðal verkefn- anna eru ungmennaskipti, ungmennavikur, markmiðsráðstefnur og ungbændaráðstefnur. Eitt af verkefnum NordUng á næstunni er skipulagning ungmennaviku á Álandseyjum. Formaður NordUng er Ylva Sóley Jóhanna Þórsdóttir Planman. Ylva Sóley á foreldra frá Svíþjóð og Íslandi, bjó ytra í æsku en hefur síðustu ár verið búsett í Mosfellsbæ. Ylva er fyrsta konan til að setjast í formannsstól NordUng síðan Anna Ragnheiður Möller var for- maður þeirra árin 2002 til 2012. Ylva situr í stjórn ungmennasam- takanna fyrir hönd sænska félagsins FNUF – Föreningarna Nordens Ungdomsförbund. Halla Margrét Jónsdóttir tók á dögunum við sem formaður Ungmennaráðs UMFÍ. Hún hefur síðustu ár verið virk í samtökum æskulýðsfélaga á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Hún segir þátttökuna og stjórnarstörfin stækka mjög reynslubanka sinn. Íslendingar öflugir í norrænum samtökum Halla Margrét ásamt Ylvu Þórsdóttur Planman, formanni Nordung, sem stendur henni á vinstri hönd, og þeim Maie Marie Nina Johannsen og Johanne Osterholm, sem standa hvor á sínum enda.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.