Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 32
32 S K I N FA X I Leitum til ungs fólks af öllum kynjum Klara Bjartmarz hélt eftirtektarvert erindi á ráðstefnu um konur og íþróttir í mars. Þar benti hún á afturför í jafnréttismálum. Íþróttahreyfingin þyrfti alltaf að vera á tánum. „Ef við ætlum að ná jafnrétti í íþróttum þurfum við fólk með jafnréttishjarta í forystu. Svo ein- falt er það. Það skiptir ekki máli í hverjum hjartað er,“ sagði Klara Bjartmarz, sem nýhætt er sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Íslands (KSÍ). Hún hélt kröftugt erindi á ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og fram- tíð, sem ÍSÍ og UMFÍ stóðu saman að í mars í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Ráðstefnan var afar vel sótt, en um 120 þátt- takendur mættu á hana og um 100 manns fylgdust með í gegnum streymi. Dagskráin var þétt frá kl. 9:00 til rúmlega 12:30 með mörgum áhugaverðum erindum. Klara ræddi í erindi sínu um kynjahlutföll í íþróttahreyfingunni og setti þau í samhengi við störf sín eftir þrjátíu ár hjá KSÍ. Benti hún meðal annars á að hlutfall kvenna í stjórn KSÍ hefði á síðasta þingi farið úr 40% niður í 20%. Þetta væri bakslag sem yrði að vera tímabund- ið því ætíð þyrfti að halda áfram að jafna hlut kynjanna. „Við sváfum á verðinum. Við kolféllum um deild,“ sagði hún. Klara rifjaði upp að á árum áður hefði hún verið virk í baráttu Samtakanna 78 fyrir mann- réttindum hinsegin fólks. Um svipað leyti hefði konum verið að fjölga á vinnumarkaði og í stjórnum félaga. Hún benti á að fjórum árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti hefði engin kona verið í stjórn KSÍ og aðeins ein kona í nefndum. Ein kona hefði verið í hlutastarfi hjá KSÍ. Árið 1984 hefði A-landslið kvenna í knattspyrnu verið lagt niður og það ekki verið endurreist fyrr en árið 1993. „Ég fór á marga fundi í tengslum við starf mitt, meðal annars á fræðslufundi innan íþrótta- hreyfingarinnar. Þá voru það mín orð að fram- þróun í mannréttindabaráttu samkynhneigðra gengju hægar hjá kirkjunni og í íþróttahreyf- ingunni en annars staðar. Ég verð að viður- kenna að mér finnst ég vera að endurtaka sjálfa mig,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að fá sem flesta að borðinu; sérstaklega ætti yngra fólki að gera breyting- ar á hreyfingunni og færa hana til nútímans í jafnréttismálum. „Við þurfum fólk af öllum kynjum sem setur jafnréttismál á dagskrá og að styðja við þau sem tala fyrir jafnrétti sem mannréttindum. Við þurfum líka að fá ungt fólk ef við ætlum að breyta einhverju, til dæmis til þess að breyta menningunni,“ sagði hún og hamp- aði konunum sem mættu á ráðstefnuna. Í hnotskurn: Hulda sagði frá því að þegar hún var yngri hefði hún getað þulið upp öll lið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Það hefði ekki verið vegna þess að hún hefði legið yfir öllum leikjunum heldur vegna þess að sí og æ var verið að ræða um deildina í fjölmiðlum. Hulda stofnaði verslunina Heimavöllurinn árið 2018 til að auka sýnileika kvenna í knatt- spyrnu. Þarna skein stjarna Söru Bjarkar Gunnarsdóttur skært. Hún spilaði þá með þýska stórliðinu Wolfsburg og vann þar Meist- aradeildina en fór eftir það til Lyon í Frakklandi. „Við fórum á yngri flokka mót stúlkna árið 2019 og ég spurði stelpurnar hver væri upp- áhaldsleikmaður þeirra. Þær nefndu nánast allar Aron Einar eða Gylfa. Það var eins og þær vissu ekki af öðrum möguleikum,“ sagði Hulda og undraðist að við allar kringumstæður hefðu stelpurnar átt að vera löngu búnar að vegg- fóðra herbergi sín með myndum af Söru Björk. Hulda sagði í raun lítið hafa verið gert til að sýna konur í knattspyrnu. Hún hefði ekki séð Hulda Mýrdal frá versluninni Heimavöllurinn: „Hvernig breytum við leiknum“ Ráðstefnan Konur og íþróttir, forysta og framtíð neina treyju merkta knattspyrnukonu, hvað þá veggspjald með nafni liðs viðkomandi stjörnu. Engar sérstakar búðir hefðu heldur verið fyrir þær. Því hefði Heimavöllurinn ákveðið að breyta. „Þetta er svo miklu rótgrónara í samfélag- inu en maður gerir sér grein fyrir. Samfélagið mótar hugmyndir okkar og krakkar sjá hvað er í boði. Strákar eru notaðir til að auglýsa fót- boltafötin og vörurnar,“ sagði Hulda og ákvað því að panta nokkur hundruð treyjur með nöfn- um knattspyrnukvenna. Þvert á úrtöluraddir seldust hundruð af treyjum merktum Lyon með nafni Söru Bjarkar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.