Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 2
2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Um brot: Borgarblöð ehf. Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Póstdreifing ehf. 11. tbl. 26. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101. Skipulagssaga Reykjavíkur er umlukinn ýmsum áhrifaþáttum. Þegar bærinn við Sundin tók að breytast í átt til borgar logaði heimurinn í báli. Áhrifa heimsstyrjaldarinnar 1939 til 1945 gætir verulega í þróun Reykjavíkurborgar. Allt fram að þeim tíma var byggð í Reykjavík samfelld. Þungamiðja hennar var í Kvosinni. Á fimmta áratugnum var farið að leggja drög að skipulagi Norðurmýrarinnar. Fyrsta bæjarhverfisins utan Hringbrautar. Um svipað leyti hófust byggingar í austanverðu Kleppsholti. Nokkru síðar komu Teigahverfið, Vogahverfið og nýi Vesturbærinn. Öll utan gamla kjarna borgarinnar. Breski herinn byggði flugvöll í Vatnsmýrinni. Hann kom í veg fyrir áframhaldandi vöxt byggðar til suðurs í átt að Skerjafirði. Herskálar voru fluttir hingað og reistir við jaðra byggðarinnar. Þeir tóku pláss og stóðu í vegi fyrir nýrri byggð. Áþessum tíma efldist atvinnulíf í borginni. Hersetan leiddi af sér eftirspurn eftir atvinnu og útvegsstarfsemi óx fiskur um hrygg með tilkomu nýrra fiskiskipa. Miklir búferlaflutningar hófust af landsbyggðinni. Íbúum Reykjavíkur og nágrennis fjölgaði jafnt og þétt. Borgaryfirvöld gátu ekki fylgt þróuninni eftir í húsnæðismálum. Íhúsnæðisneyð var gripið til þess óyndisráðs að taka herbyggðirnar fyrir bústaði innfæddra. Á góðu landi fyrir ný íbúðahverfi urðu til frumstæð og ómanneskjuleg búsvæði sem engum gátu verið til sóma. Pólitísk sjónarmið komu einnig við sögu. Áhersla var lögð á dreifða einbýlabyggð. Fjölbýli þéttari byggðar voru síður og jafnvel ekki á dagskrá. Áþeim tíma sem af er þessari öld hefur verið unnið að því að vinda ofan af þeim vanda sem skapast hafði að miklu leyti af ástæðum sem voru óviðráðanlegar. Einkum vegna hersetunnar. Um þéttingu innri byggðar eru skoðanir skiptar. Í henni fellst breyting á því sem fólk var vant. Einkum eldra fólk. Í því sambandi verður þó að hafa í huga ástæðu þess að byggðin þandist út um allt. Nú er hún loks að breytast úr bæ í borg. Úr bæ í borg DESEMBER 2023 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Gamla tréð okkar er nú jólatré á Hagatorgi Mig langar að vekja athygli ykkar á fallegu jóla­ tré sem komið er á Hagatorg. Þetta tré á skemmti­ lega sögu og smá tengingu við Vesturbæinn. Þannig er að móðir mín er fædd og uppalin á Víðimelnum. Eftir háskólanám í Þýskalandi byggðu hún og faðir minn hús í efri byggðum þar sem hún býr enn. Í kringum 1985 voru gróðursett nokkur lítil tré í garðinum okkar. Meðal annars fallegt lítið greni­ tré sem ég og systir mín settum oft jólaljós á þegar við vorum yngri. En svo byrjaði tréð að vaxa af einhverjum ofurkrafti og fyrir nokkrum árum fór móðir mín að íhuga að láta fjarlægja það þar sem það tók alla sól frá henni. Núna í haust fékk hún loks vaska menn til verk­ sins en þeir neituðu að fella tréð þar sem það væri svo fallegt. En þess í stað höfðu þeir samband við Reykja víkurborg sem vildi endilega fá tréð og hafa það einhvers staðar í borginni. Móðir mín, sem ber enn sterkar taugar til Vestur­ bæjarins vildi engan annan stað en Hagatorgið. Hún á barnabörn í Melaskóla, Hagaskóla, Landakotsskóla og Austurbæjarskóla og öll hennar börn búa í 107 og 101 og vildi hún að afkomendur sínir myndu njóta þess að hafa tréð hér í Vesturbænum. Tréð sem er nú ljósum skreytt á Hagatorgi er bara efsti parturinn af trénu. Ég geri mér engan veginn grein fyrir því hvað tréð var orðið stórt en það var einhverjir tugir metra að hæð. Helga Ingimars. Aðfluttur Vesturbæingur. Átjándi íbúðakjarninn Dagur B. Eggertsson borgar­ stjóri, afhenti á dögunum sex tilvonandi íbúum nýs íbúðakjarna að Vestur götu 67 lykla að íbúðum sínum. Íbúðirnar í kjarnanum eru allar rúmgóðar og bjartar, með svölum sem snúa í suðvestur og fallegu útsýni. Íbúar og aðstand­ endur þeirra, starfsfólk, fulltrúar Reykja víkur borgar og Félags­ bústaða, hönnuðir hús sins og aðrir velunnarar voru viðstaddir hátíðlega athöfn þegar íbúða­ kjarninn var formlega tekinn í notkun. Íbúðakjarninn er í nýju stein­ steyptu húsi með lyftu sem nýtur sín vel í götumyndinni. Húsið er 530 fermetrar og íbúðirnar eru 60 fermetrar að stærð. Auk íbúða fyrir íbúa er í húsinu rúmgóð starfsmanna aðstaða sem stuðlar að því að unnt sé að veita íbúum þjónustu á þeirra forsendum. Húsið er hannað af Páli Hjalta­ syni og Haraldi Ingvarssyni og Jónas Bjarni Árnason hjá Afltaki var verktaki við byggingu þess. Heildar­ kostnaður við bygginguna nam um 340 milljónum króna. Þetta er átjándi íbúðakjarninn sem Félags­ bústaðir hafa ýmist byggt eða keypt í Reykjavík frá árinu 2018. Dagur óskar tilvonandi íbúa til hamingju. - nýr og glæsilegur íbúðakjarni tekinn í notkun í miðborginni Vesturmiðstöð kynnir fimm leiðir að vellíðan Á næstu mánuðum ætlar Vestur­ miðstöð að efna til kynninga á verkefni sem nefnist Fimm leiðir að Vellíðan. Verkefni snýst um leiðir sem geta aukið lífshamingju. Verkefni þetta byggir á rann­ sóknum um hvað geti ýtt undir vellíðan fólks. Niðurstaða þeirra var að fimm atriði væru sterkust til heilsueflingar. Þau eru að mynda tengsl, að vera virkur, hreyfa sig, taka eftir og halda áfram að læra eða kynnast nýju og gefa af sér. Með því að hafa þessar fimm leiðir hugfastar í daglegu lífi getur fólk blómstrað aðeins meira og sem eykur vellíðan. Vesturmiðstöð hefur fengið l istamanni Hlíf Unu til að túlka hverja leið með f a l l e g u m my n d u m s e m v i ð komum til með að birtast og verða sýnilegar í hverfinu okkar. Þetta verkefni er hluti af Heilsueflandi samfélagi en Reykjavíkurborg er heilsueflandi borg. Vesturmiðstöð áður Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er við Laugaveg 77 þar sem Landsbankinn var lengi til húsa með hluta af starfsemi sinni. Heilsueflandi samfélag

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.