Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2023
Netverslun:
systrasamlagid.is
Parísarval Landakotsskóla
Nemendur á unglingastigi skólans geta valið Parísarval, Þá
læra nemendur auk frönsku margt um menningu og listir Frakka.
Námskeiðinu lýkur svo með menningarferð til Parísar.
Fyrir atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi og borgarinnar Nice
bauð Alliance Francaise í Reykjavík nemendum kvöldstund sem
tileinkuð var matseld frá Nice.
Luc Salsedo, franskur kokkur frá Nice, kenndi Parísarvali að elda
socca en það er forréttur frá Suður-Frakklandi. Í socca, sem eru litlar
bökur eru kjúklingabaunir, hveiti og ólífolía en svo eru notaðar alls
kyns kryddjurtir til að gefa mismundandi bragð. Nemendur skemmtu
sér vel í franskri matreiðslu undir handleiðslu Luc.
Nemendur kynnast
drónatækni
Lego steam smiðja 7. bekkjar í Landakots skóla
í samstarfi við leiklist skólans fengu Matthew
Johnson, varaforseta Volatus Aerospace í Kanada
í heimsókn til sín, en fyrirtækið er framarlega í
þróun og sölu dróna um víða veröld. Matthew sem
var áður stærðfræðikennari stýrir menntunar- og
landbúnaðarsviði Volatus.
Matthew hefur hannað þó nokkuð af fræðsluefni
sem auðveldar nemendum og kennurum að tileinka
sér drónatækni á árangursríkan hátt. Aðferðin byg-
gist á því að hjálpa nemendum að tileinka sér vin-
nubrögð í steam tilraunasmiðjum og um leið mæta
þeim kröfum sem gerðar eru í námi. Nemendur hafa
notið námsins og hlakka til að halda áfram með seinni
hluta smiðjunnar, ekki síst að vinna með drónann sem
Matthew gaf Landakotsskóla.
Lego steam smiðja 7. bekkjar í Landakotsskóla ásamt Matthew Johnson.
Nóvember var viðburðaríkur
mánuður í félagsmiðstöðinni
Frosta en þó voru tveir áfangar
sem stóðu sérstaklega upp úr.
Mánu daginn 13. nóvember kepptu
átta grunnskóla til úrslita Skrekks,
hæfileikakeppni grunnskólanna,
þar sem Hagskælingar stóðu
sig eins og hetjur og fóru með
sigurinn. Atriðið heitir „Líttu
upp, taktu eftir“ og fjallar um
samfélagsmiðla og mikilvægi þess
að fylgjast með veröldinni utan
þeirra og leggja snjalltækin niður
um stund.
Háteigsskóli hlaut annað sætið
og Seljaskóli það þriðja. Í Skrekk
fá unglingar í grunnskólum
Reykjavíkurborgar að útfæra og
vinna með hugmyndirnar sínar
og þróa sviðsverk fyrir stóra
svið Borgarleikhússins. Þar nýta
unglingarnir allar sviðslistir við
verkin; tónlist, dans, leiklist og
gjörninga. Sömuleiðis sjá þau
um tæknimál, búninga, förðun,
semja leik, dans, söng, tónlist og
söguþráð. Það er ljóst að framtíð
sviðslista er björt og óskum
við Hagskælingum og öllum
keppendum Skrekks hjartanlega til
hamingju með árangurinn.
Hagskælingar létu sér ekki
nægja að sigra Skrekk, heldur
lönduðu einnig þriðja sæti í
Rímnaflæði, rappkeppni unga
fólksins. 17. nóvember steig
rappdúóið Kjartan og Pétur á
svið fyrir hönd Frosta og fluttu
frumsamið lag og texta við góðar
undirtektir. Rappararnir stóðu sig
með prýði og verður ekki síður
spennandi að fylgjast með þessum
upprennandi röppurunum.
Frá Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna sem Hagaskóli vann.
Viðburðaríkur
mánuður í Frosta
Nemendur í Parísarvali Landakotsskóli.
Nemendur elda
franskan mat