Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 21

Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 21
21VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2023 NÝTUM ORKUNA TIL AÐ FLOKKA Umbúðagámar fyrir pappa- og plastumbúðir hjá Orkunni 22. - 29. desember. Kleppsvegi, Reykjavík Gylfa öt, Reykjavík Austurströnd, Seltjarnarnesi Skagabraut, Akranesi Reykjavíkurvegi, Hafnarrði Hinn árlegi jólamarkaður Frístundaheimilanna; Frostheima, Skýjaborga, Undralands og Selsins var 7. desember sl. Börnin komu saman til að selja fallegi hluti sem þau föndruðu á frístundaheimilum. Mjög margir mættu í frístundamiðstöðina Tjörnina til að styrkja gott málefni og að fá sé kakó og piparkökur á meðan. Allur ágóði rennur til SOS Barnaþorpa sem hjálpar munaðarlausum og yfirgefnum börnum í Eþíópíu og Indlandi að eiga gott og öruggt líf. Jólamarkaður frístundaheimilanna Borgarstjóri kallar eftir breytingum Íþróttahús grunnskóla Reykjavíkurborgar eru nú rekin með 56 milljóna króna tapi á ári hverju. Borgarstjóri hefur kallað eftir breytingum á rekstrarfyrirkomulagi íþróttahúsa í eigu borgarinnar. Í greinargerð fundar borgarráðs kemur fram að mikilvægt sé að skóla- og frístundasvið og menningar- og íþróttasvið endurskoði rekstur íþróttahúsanna í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur. Í greinargerð borgarráðs kemur fram að skóla- og frístundasvið hafi áður bent á að halli væri á rekstri íþróttahúsa grunnskóla í borginni um nokkurt skeið. Leigutekjur sem koma inn eftir að hefðbundinni kennslu lýkur dugi ekki til að greiða laun starfsmanna. Þeir fjármunir sem notaðir hafi verið til að dekka þann 56 milljóna króna halla sem nú er á rekstrinum komi úr fjárheimildum til reksturs skólanna. Þeir séu því færðir úr lögbundinni starfsemi yfir í alls óskyldan rekstur. Fyrir liggur að íþróttahúsin hafi ekki staðið undir sér í rekstri eftir kl. 16:00 á daginn þegar íþróttafélög og almenningur hafa aðgang að þeim. Í minnisblaði sem fylgdi fundargerð borgarráðs kemur fram að ein tillaga feli í sér að hækka leigugjald á almenningstímum um 50%. Þetta myndi jafngilda meðalhækkun upp á 4000 krónur á tímann. Íþróttahúsum er skipt í þrjár stærðir eftir verði: Lítil, meðalstór og stór. Við þetta færi verð á leigu á litlu íþróttahúsi úr 6480 krónum á klukkustund í 9720 krónur á klukkustund. Íþróttahús Hagaskóla. Halli á rekstri íþróttahúsa grunnskólana

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.