Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 5
bætir hún við." Talið berst að breskum sjónvarpsþáttum um fæðingar sem sýndir hafa verið hér á landi og fjalla um fæðingar frá því um miðbik liðinnar aldar þegar takmarkaðri þekking og önnur viðhorf voru ríkjandi. Þær Emma og Embla hafa greinilega fylgst með þeim. „Þetta eru frábærir þættir og sýna vel hvaða hlutverki nunnur og ljósmæður gegndu við fæðingar. Sumt sem er sýnt þar minnir á það sem við erum að gera. Fókusinn í okkar vinnu er að vera allt um kring ef má orða það. Ekki aðeins að mæla blóðþrýsting og aðrar mælingar sem vissulega eru hluti af eftirliti með heilsu kvenna á meðgöngu. Mannlegi þátturinn skiptir að okkar mati svo miklu máli. Að styðja sem best við fólk á þessum tímamótum,“ segir Emma. Vesturbærinn og Seltjarnarnes Talið snýst að Vesturbænum. Þær Emma og Embla eru Vesturbæingar en Embla færði sig um set fyrir nokkru. Flutti sig af Ásvallagötunni og býr nú á Seltjarnarnesi. Fór ekki lengra en á næsta bæ. „Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum. Búin að búa hér og þar. Næstum á öllum Melunum og bý nú á Víðimel. Afi og amma bjuggu við Melhaga. Ólu börnin sín upp þar og ég var svo heppin að búa hjá ömmu og afa og alast upp hjá þeim stóran hluta af æsku minni. Mamma keypti svo húsið af þeim og við héldum áfram að búa þar þannig að Melhagi 3 er einskonar ættaróðal fyrir mér. Ef ég fer aðeins lengra aftur þá á ég ættir á Grímshaga. Þar var bóndabærinn Hólabrekka þar sem langafi minn og langamma voru með búskap. Stórfjölskyldan byggði síðan yfir sig í túninu heima og hálf ættin mín býr þar í götunni. Jón Torfi prófessor og Ögmundur Jónasson stjórnmálamaður eru móðurbræður mínir og búa þar báðir,“ segir Emma. Þegar fjölgaði í fjölskyldu Emblu hófst leit að stærra húsnæði. „Þá fluttum við á Látraströndina á Seltjarnarnesi. Við erum aðkomu­ fólk því flestir sem þar búa eru fæddir og uppaldir á Nesinu. Heilsugæslan á Seltjarnarnesi sinnir einnig hluta af Vesturbænum þannig að margir af skjólstæðingum okkar koma frá Heilsugæslunni á Nesinu. En við kunnum vel við okkur þar líkt og við gerðum í Vesturbænum. “ Ætla að koma aftur Emma og Embla segjast mjög ánægðar með þær móttökur sem þær hafa fengið. Engin kona hefur enn komið tvisvar til að fæða enda hafa þær aðeins verið með fæðingarheimilið frá því seint á síðasta ári. Þær segjast þó eiga von á að konur komi aftur til þeirra erinda að fjölga mannkyninu og sumar hafi látið í ljósi þegar þær hafa kvatt með nýburann sinn að við munum sjá þær aftur. Kannski eftir tvö ár. Þannig að við bíðum nú spenntar eftir konum til að koma aðra umferð í þjónustu til okkar. 5Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2023 Edythe Mangindin ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi . Feður eru undantekningalítið viðstaddir fæðingu barna á fæðingar­ heimilinu og fæðingar í vatni fara öðru hvoru fram. Boðið er upp á hreyfingu og jóga í undirbúningstímum fyrir fæðingu. Sú nýjung sem við erum að móta er að bjóða upp á stað þar sem fleira er að finna en eingöngu ljósmæðraþjónustu. Við bjóðum upp á jógatíma, brjóstaráðgjöf, bjóðum nudd, nálastungur og erum með ýmis námskeið á íslensku, ensku og pólsku. KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.