Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 20
20 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2023
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
ÁHUGAVERÐAR
BÆKUR
FRÁ HÓLUM!
Marcus Rashford er enskur
knattspyrnumaður sem spilar
með Manchester United og enska
landsliðinu. Rashford hefur látið sig
varða fátækt barna og hungur
í Bretlandi og hlotið mikið lof fyrir.
Rashford er frá Sankti Kitts og Nevis,
Karíbahafseyjunum úr móðurætt.
Frá elstu tímum eru til sagnir um
konur, sem vissu lengra nefi sínu.
Þekktastar eru tvímælalaust völvurnar.
Þær nutu mikillar virðingar enda voru
þær á mörkum tveggja heima og
höfðu vitneskju um það, sem flestum
öðrum var hulið. Sumum þeirra fylgja
magnaðar sögur og þær finnur þú í
þessari einstöku bók.
Frá elstu tímum eru til sagnir
um konur, sem vissu lengra
nefi sínu. Þekktastar eru
tvímælalaust völvurnar. Þær
nutu mikillar virðingar enda
voru þær á mörkum tveggja
heima og höfðu vitneskju
um það, sem flestum öðrum var hulið. Sumum þeirra fylgja
magnaðar sögur og þær finnur þú í þessari einstöku bók.
Þrettán hæða trjáhúsið þeirra
Adda og Tedda er stórkostlegasta
trjáhús í heimi. Það er með keiluhöll,
gegnsærri glersundlaug, laug með
mannætuhákörlum, leynilegri
neðanjarðarrannsóknarstofu og
sykurpúðavél sem eltir þig um allt og
skýtur sjálfkrafa sykurpúðum upp í þig,
hvenær sem þú finnur til svengdar.
Bókaútgáfan Hólar
holabok.is / holar@holabok.is
Fimmtudagur 14. desember
kl. 20.00 Beethoven og Zemlinsky.
Arngunnur Árnadóttir á klarínett, Urh Mrak á selló og
Mathias Halvorsen á píanó. Frítt inn.
Sunnudagur 17. desember
Messa kl. 11.00.
Séra Sveinn Valgeirsson.
Tónleikar kl. 14.00.
Gerður Bolladóttir og Einar Bjartur.
Mánudagur 18. desember
Rakarakvartettinn Barbari kl. 20.00.
Gunnar Thor Örnólfsson, Karl Hjaltason,
Páll Sólmundur H. Eydal og Ragnar Pétur Jóhannsson.
Þriðjudagur 19. desember
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30.
Miðvikudagur 20. desember
MR stund kl. 14.00.
Fimmtudagur 22. desember
Mozart við kertaljós kl. 21.00.
Að venju lýkur tónleikunum á jólasálminn góða
„Í dag er glatt í döprum hjörtum“.
24. desember aðfangadagur jóla
Dönsk messa kl. 15.00.
Séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir,
Kári Þormar organisti.
Aftansöngur kl. 18.00.
Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, sr. Elínborg Sturludóttir
þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti
og Dómkórinn.
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30.
Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar.
Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu
sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á
Bretlandi óslitið frá 1918.
Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma.
Dómkirkjuprestarnir og Pétur Nói Stefánsson organisti
leiða guðþjónustuna.
Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðþjónusta kl. 11.00.
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar
og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari.
Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Þriðjudagur 26.desember
Messa kl. 11.00.
Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir
altari, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30
Gamlársdagur 31.desember
Aftansöngur klukkan 18.00,
séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson
og Dómkórinn.
Nýársdagur 1. janúar
Hátíðarmessa klukkan 11.00.
Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar
og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari.
Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.
Kammersveitin Elja, en hana skipa:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Rannveig Marta Sarc, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Aron Jakob Jónasson, kontrabassi
Halldór Bjarki Arnarson, semball
3.janúar
Kammersveitin Elja kl. 20.00.
Barokkveisla nýja ársins verður haldin í
Dómkirkjunni þann 3. janúar 2024.
Flutt verða verk eftir góðkunna kappa eins og
Arcangelo Corelli og Pietro Locatelli en auk þess dúkka
upp verk eftir sjaldspilaðri tónskáld eins og
Diderich Buxtehude og François Couperin.
Efnisskráin er bæði dramatísk og hátíðleg og í henni má
að finna barokktónlist frá öllum hornum Evrópu.
Helgihald í Dómkirkjunni
um jól og áramót
Starfsfólk og sóknarnefnd
Dómkirkjunnar óska sóknarbörnum
og landsmönnum öllum gleðiríkra
jóla og Guðs blessunar á nýju ári.
B orgarráð hefur samþykkt
samstarfssamning við nýja miðbor-
garfélagið Miðborgin Reykjavík-
félagasamtök og mun Reykjavíkur-
borg styrkja félagið árlega um tíu
milljónir króna á árunum 2024
til 2026. Tilgangur félagsins er að
kynna miðborgina sem spennandi
og skemmtilegan áfangastað.
Miðborgin Reykjavík- markaðsfé-
lag var stofnað formlega af rekstrar-
aðilum í miðborginni í maímánuði
þessa árs, 2023, en undirbúningur
hafði staðið yfir í nokkurn tíma.
Félagið stuðlar að því að miðborgin
sé áhugaverður og aðlaðandi
dvalar- og áfangastaður fyrir íbúa
og aðra hagsmunaaðila borgar-
innar, landsmenn alla og erlenda
gesti. Markmið er að efla verslun,
þjónustu, mannlíf og menningu
í miðborginni. Samningurinn er
gerður með fyrirvara um gildandi
fjárhagsáætlun á samningstíma og
er markmið hans að efla samstarf og
upplýsingagjöf og vinna að sameigin-
legum markmiðum. Einnig að vinna
sameiginlega að ýmsum málefnum
og viðhafa reglubundið samráð um
málefni miðborgarinnar og helstu
verkefni. Miðborgin Reykjavík fær
tengilið hjá Reykjavíkurborg sem er
félaginu innan handar en hann hefur
einnig seturétt sem áheyrnarfulltrúi
á stjórnarfundum Miðborgarinnar
Reykjavíkur. Félagið fékk greiddan tíu
milljóna króna styrk úr Miðborgar-
sjóði á þessu ári.
Borgarráð semur við Miðborgina
Reykjavík- markaðsfélag
Séð yfir Lækjartorg og Bankastræti á jólaföstu.
Mynd: Reykjavíkurborg.