Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 22

Vesturbæjarblaðið - des. 2023, Blaðsíða 22
22 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2023 Afgreiðslutími: Mán: 10-16 Þri-fös: 10-17 Lau: 11-16 ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK systrasamlagid.is @systrasamlagid Sími: 511 6367 GEFÐU HLÝLEGAR GJAFIR Hugleiðslupúðar Hönnun sem endurspeglar hefðir og venjur frá Indlandi. Mynstur sem notuð eru til að skreyta stíga á hindúhátíðum og við hjónavígslu. Einstök hönnun. Kíktu á úrvalið. Líkamsburstar og olíur Ást er... að gefa þér og þínum líkamsbursta og -olíu á aðventunni. Hydréa London er leiðandi í baðdekri. Notaðu með lífrænar olíur af bestu gerð. Frá Fuschi og Wild Grace hjá okkur. Nærðu húðina með Wild Grace Mögnuð húðlína sem færir húðinni aðeins það besta og nákvæmasta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Kíktu á úrvalið. Lykillinn að jólunum! Allra bestu ferðafélaganir í skammdeginu, alla aðventuna og öll jólin eru meltingar- ensím, magasýra og mjólkurþistill. Það er gott að fara að undirbúa meltinguna. Jólaljósin lýsa nú upp borgina og kallast á við orð Jesú sem sagði: „Ég er ljós heimsins hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ Því miður eru margir skuggar sem þyrfti að lýsa upp á þessari aðventu. Hugur okkar hefur síðustu vikurnar, verið hjá Grindvíkingum sem takast á við náttúruhamfarir, skemmdir á eignum og ótrygga framtíð. Athygli heimsbyggðarinnar hefur einnig beinst að átökunum í landinu helga og því hatri sem knýr áfram voðaverkin sem hafa átt sér stað í Ísrael og á Gaza og ekki hefur enn tekist að ná fram friði í Úkraínu. Margir hafa spurt sig hvert geti verið andsvar við þeirri illsku sem stríð birtir. Forsendur friðar hljóta ævinlega að hvíla á kærleika og gagnkvæmri virðingu og viljanum til að viðurkenna rétt annarra til lífs í friði. En hvernig undirbúum við komu jólanna þegar allt er breytt? Þegar tilvera okkar er í uppnámi, þegar við getum ekki verið heima hjá okkur, þegar ástvinir okkar eru veikir eða dánir, eða jafnvel í fangelsi, þegar áhyggjur og kvíði lita líf okkar? Sannleikurinn er sá að það er hægt að hlúa að gleði þrátt fyrir þjáningar og sorgir heimsins og það er hægt að vera glaður þótt ekki sé allt fullkomið eða eins og við helst kysum. Lykillinn að því að geta fundið fyrir gleði og tilhlökkun á aðventunni og um jólin er sennilega sá að geta fundið til þakklætis fyrir það sem maður hefur og fyrir allt það smáa og hversdagslega. Þess vegna er það svo undursamlegt að jólin skuli hafa aðdraganda. Jólaundirbúningurinn getur nefnilega gefið okkur einstakt tækifæri til að skoða og íhuga hvað er okkur helgast og kærast. Aðventan og jólin er sá tími sem opinberar það með skýrum hætti hvaða gildi það eru sem við sem samfélag viljum standa vörð um. Þegar kirkjuklukkurnar hafa hring kl. sex á aðfangadagskvöld er sagt að þá sé orðið heilagt. Þá þarf ekki að gera neitt annað en það að opna hjarta sitt fyrir því að jólagleði og jólafriður taki sér bólstað innra með okkur. Tímabundið mótlæti á ekki að fá að taka þá tilfinningu frá okkur. Jólaundirbúningurinn ætti ekki síst að felast í því að búa til pláss í hjartanu fyrir þann boðskap jólanna að frelsari mannanna hafi fæðst í litlu og berskjölduðu barni. Sá boðskapur kallar okkur til þess að lifa vel og gera öðrum gott. Guð gefi ykkur friðsæla aðventu og gleði ríka jólahátíð! Elínborg Sturludóttir. Kveðja frá Dómkirkjunni Elínborg Sturludóttir og Sveinn Valgeirsson prestar Dómkirkjunnar. Arngunnur Árnadóttir, Urh Mrak og Mathias Halvorsen leika tríó fyrir klarínett, selló og píanó í Dómkirkjunni. Á dagskránni eru Tríó í B-Dúr Op. 11 eftir Ludwig van Beethoven og Klarínettutríó í d-moll Op. 3 eftir Alexander Semlinskíj. Tónleikarnir fara fram þann 14. desember kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Beethoven og Semlinskíj í Dómkirkjunni

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.