Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐID hafði hann þó tvo kosti eða ó- kosti eftir því, sem metið er, — óefað erfðagóss frá fálkariddar- anum —; hann gat nefnilega, ef hann nenti því, verið hjólliðugur í tali, — því hann var greindur — og þó um leið fjarskalega ófyrir- ieitinn. Og það atvikaðist ein- hvern veginn svo, að við próf nenti hann að taka á þessum eiginleg- leikum. Það fór því oftast svo, að prófið varð ósjálfrátt samtal milli hans og kennarans, þar sem hann frekar spurði en hinn. Þessa líst lék hann, þegar á háskólann kom, svo dásamlega, að jafnvel harð- svíruðustu lögfræðisprófessorar urðu að gjalti, þegar þeir prófuðu hann eða öllu heldur hann þá. Nú riafði hann málfærsluskrifstof u niðri í bæ, en hann kærði sig reyndar ekkert um að hafa nein slik störf um fram þau mál, sem féllu til af viðskiftum "föður hans, Ekki svo að skilja, að hann fjall- aði um málin sjálfur, því alt, sem gera þurfti, annaðist ritvélarstúlk- an hans; — hún var miklu betri i lögum en hann. Ekki gekk hann heldur sjálfur fyrir dómstólana. Það gerðu vinir hans fyrir hann, því hánn var veitull og góðsamur við vinina og því vinsæll. En vegna fríðleikans og auðsins var hann mesta kvennagull. í stuttu máli sagt var hann gáfaður, léttúðugur ónytjungur, sem lifði eins og enginn dóms- dagur væri til og sem ekki voru neinar líkur til að myndi breyt- ast, nema eitthvað sérstakt kæmi fyrir, sem ekki sýndist þurfa að gera á fæturna. En þetta sérstaka kom þó ein- mitt fyrir.-------¦ — Hús riddarans — eða öllu held- ur höll — lá inni undir Öskju- hlíð. Það var afar-íburðarmikið og grasgarður í kring, sem kreist- ur var upp með ærnum tilkostn- aði. Það var eitt kvöld í byrjun dezember. Þörður var að koma að heiman og þóttist ætla „ofan á skrifstofuna. Það var létt frost og logn og hið skemtilegasta veður. _ Það var farin að koma jóla- óværð í kaupmennina, og gluggar þeirra voru komnir í jólabúning- inn. Þórður gekk í hægðum sínum. Hann nenti sjaldan né þurfti að flýta sér. Hann staldraði stöku sinnum við til að virða fyrir sér búðar- gluggana eða öllu fremur stúlk- urnar, sem voru að skoða þá. Alt dálætið, sem kvenfólkið hafði á Þórði, hafði haft á hann þau áhrif, að hann var ekkert uppnæmur fyrir kvenþjóðinni. Þegar hann rendi hýru hornauga~ til kvenmanns, gerði hann það — eins og alt annað, sem hann gerði, — letiiega. Hann -var vanur því, að stúlkurnar tækju að sér aðal- ómakið í því efni, þegar hann átti í hlut. . Þegar hanh var kominn neðar- lega á Laugaveginn, var hann bú- inn að gefa mörgum stúlkum auga og þær búnar að kvitta ríf-, lega fyrir. En þá kom hann auga á háan og spengilegan kvenmann, sem leit inn í stóran glugga, full- an af svuntuefnum. Hún var á íslenzkum búningi, en sjallaus, svo hún hlaut að eiga heima í næstu húsum. Hún sneri bakinu í Þórð, svo hann gat vel virt fyrir sér líriurnar í líkama hennar. Hann gat ekki annað en dáðst að þeim, þó latur væri. „Kann ske maður Hti á hana," hugsaði Þórður og vatt sér að glugganum og rendi um leið aug- unum út undan sér til stúlkunnar með þeim hætti, sem venja er til. Hann var sv6 sem ekkert að vanda sig á þessu. Hann var í engum vafa um, að það hrifi. Hann beið rólegur stundarkorn, en fór svo að smá-ókyrrast, því ekki bólaði neitt á því, að stúlkan liti til hans með blíðu. Hann hélt því, að eitthvað hefði glapið hana og leit aftur til hennar, og var ekki laust við, að hann vandað'i sig heldur meira en í fyrra skift- ið, og hann virti nú fyrir sér stúlkuha um leið. Andlitsdrættirnir voru regluleg- ir og skínandi fagrir. Litarhátt- urinn var drifhvítur og mátuleg- ur roði í kinnum. Svipurinn var einbeittur, en ljómaði þó af blíðu. Og hendurnar — Þórði varö alt af sérstaklega starsýnt á hendur; honum fanst innri maður fólks lýsa sér bezt á þeim — þær voru smáar og fastar og fagrar. Þó var á þeim lítill roði, er bar þess vott- inn, að þær myndu hafa unnið. „Griðka," hugsaði Þórður önug- ur, en hafði þó ekki af henni aug- un. „Skyldi stelputryppið ekki ætla að líta upp." Slíkt og annað eins hafði ekki komið fyrir hann fyrr, svo að nú vissi hann tæp- lega, hvernig hann ætti að snúa sér. Hann fór að gerast órór, og það hófst í honum allsnörp rimma milli letinnar og óskammfeiln- innar. Um skeið lá við, að letin bæri hærra hlut: „Það er lögu- legur business þetta. Ekki nenni ég að bíða eftir því, að eitthvert griðkuflón ofan úr Þingholtum t láti sér allramildilegast þóknast að lita við," hugsaði- hann, en hreyfði sig ekki úr sporunum og starði sem fyrr á stúlkuna. Svo sigraði óskammfeilnin. Hann tók ofan hattinn og sagði við stúlkuna: „Gott kvöld, fröken! Finst yður ekki eins og mér, að rósirnar í gula svuntuefninu þarna séu alt of svörgulslegai" ?" Nú leit stúlkan upp. Augun vpru dumb-fjólublá eins og Esjan á frosthörðum, heiðskírum logn- vetrardegi. Það lýsti af þeim alt í senn glettni og fyrirlitning, ein- beittni og blíða. ' „Skárri eru það augun!" tautaði Þórður. Það var aldrei þessu vant komið fát á hann. „Gott kvöld!" stamaði hann aftur, alveg viðutan. Þá gekk stúlkan á burt. Þórður rétti sig upp. Þetta hafði aldrei komið fyrir fyrr, og það þótti honum svo sem hann ákvað hart, ef hann hefði ekki í fullu tré við þessa stúlku. Það var eins og letinni væri feykt af honum, því nú sá hann í fyrsta sinni á æfinni takmark, sem hann langaði að ná. „Það er sennilega réttast að sjá, hvar hún á heima," sagði hann við sjálfan sig og gekk í humátt á eftir henni. Svo elti hann haha inn í Þing- holtsstræti og alt þangað til, að ( hún hvarf inn í lítið, óásjálegt bakhús. 1 framhúsimi bjó skóari. „Nú ber veL í veiði; þarna býr lista- maðurinn, sem semur stígvélin á mig," sagði Þórður upphátt og gekk inn í skósmiðjuna. Skóarinn sagði honum mjög greiðlega, hver í bakhúsinu byggi. Það var söðlasmiður; hann hét Jón og var stækur innratrúboðs- maður..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.