Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1925, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐID rósin í allri veröldinni. Þú skalt bera hana í kvöld við hjarta þitt, og þegar við dönzum saman, mun hún segja þér, hve heitt ég elska Þig-" En stúlkan hleypti brúnum. „Ég er hrædd um, að hún fari ekki vel við kjólinn minn," svar- aði hún, „og auk þess hefir frændi herbergisstjóra konungsins sent mér nokkra gimsteina, og það vita allir, að gimsteinar eru meira virði en blóm." „Þú ert svei mér vanþakklát, kalla ég," sagði stúdentinn reiður, og hann þeytti rósinni í götuna, en hún féll í ræsið, og vagnhjól valt yfir hana. „Vanbakklát!" sagði stúlkan. „Ég skai segja þér, — þú ert frá- munalega ókurteis. Og þegar á /, alt er litið, hvað ertu þá? Stúd- ent; það er alt. Og ég efast um, að þú eigir silfurspengur á skóna þína eins og frændi herbergis- stjórans, hvað þá, heldur meira," og hún stóð upp af stólnum og gekk inn. „En hvað ástin er auðvirðileg!" sagði stúdentinn, er hann gekk í burtu. „Hún er hvergi nærri eins nytsöm og rökfræðin, því að hún rannsakar aldrei neitt og er alt af að segja mönnum frá því, sem aldrei verður, og telja mönn- um trú um það, sem ekki er satt. Já; hún er óhagsýn, en nú á tím- am ríður á að vera hagsýnn í hvívetna. Ég hverf aftur að heim- spekinni og lestri háspekinnar." Og hann hélt aftur heim til sín, tók fram stóra, rykuga bók ög fór að lesa. Slgurður Grímsson þýddi. Oscar Wilde var Englendingur. Hann dó um síðustu aldamót. Hann var afburðamaður um gáf- ur og listfengi. Hann var og glæsimenni mikið og eftirlæti allra í samkvæmislífi Lundúna- borgar. En síðar sneri gæfan baki við honum. Hann varð fyrir á- kæru, er leiddi til þess, að hann var settur í fangelsi. Hann dó nokkrum árum eftir að hann kom úr fangelsinu, að eins 48 ára Wilde var eindreginn jafnaðar- maður, enda bera rit hans það með sér. Þektustu skáldrit hans eru „Salome", leikrit, „De pro- fundis" og „Ballade of the Rea- ding goal". Perlur Stuðlamál er kver eitt nefnt. Er það vísnasafn eftir alþýðuskáld. Kverið er gefið út á Akureyri, Bókaverzlun Þorst. M. Jónsson- ar, 1925. Margeir Jónsson hefir. safnað og búið undir prentun. Myndir eru af flestum höfundunum. Gott er að fá vísnasafn, en Svo vel þarf að vanda, að úrvals- vísur einar séu birtar. Þvílíkur vandi er að kveða full- komnar ferskeytlur eða aðrar stökur, að fátítt er að rekast á þær, jafnvel hjá beztu rímsnill- ingum. En það kallast fullkomin ferskeytla, þegar sál hennar er fleyg, vandað mál, hugsun ó- brjáluð, áherzlur réttar og k'veð- andi nákvæmlega gallalaus. Þetta er hámark. Ungir rithöfundar ættu að meta formf egurð réttilega. Formleys- ingjar afvegaleiða upprennandi kynslóð. Rímsnillingar vísa réttan veg. Skáldjöfur vor, Matthías Joch- umsson, kvað þannig: „Gefðu mér þín ljúflingsljóð, litli hörpuslagi! Lagið völdu við þinn öð Vanadís og Bragi." Þetta er gullfögur vísa, en þrátt fyrir það er hún þrígölluð; 1. hún er ekki hástuðluð; 2. Ijóð og öd er ekki nákvæmt rím, þött algengt sé;3. hið samaerað segja um slagi og Brrcgi. Hefði höfundr sett orðið vbldu á undan lagid, þá var seinni hluti vísunnar há- stuðlun:' Völdu lagið við þinn óð Vanadís og Bragi. En svo mikil er skáldfegurð í stöku þessari, svo tigin er sál hennar, að smálýtin hverfa, þeg- ar farið er með hana. Hér er dæmi upp á gallalausa vísu. Hún er eftir Jón Þórðarson Thoroddsen, hinn frábæra mál- bótamann, Vísur þessar eru ólíkar hvor annari; yrkisefnið veldur nokkuru um muninn. Ver kveðna vísan er glæsilegri. En fari saman hin á- gætasta rimsnild og innri skáld- fegurð vísunnar, þá er fullkomn- uninni náð. Velkveðnar vísur einar eru þess virði, að þeim sé haldið á lofti og þær birtar. En svo gaman þykir íslenzkri alþýðu að hafa yfir vísur, að hún kann og kveður hið aumasta bull, fult af áherzluskekkjum, ruglaðri hugsun, lélegu efni og rímgöll- um. Þetta spillir fegurðartilfinningu. Auðvitað eru margar undantekn- ingar frá þessu, því að nokk- urir hafa að eins nautn af að lesa og læra fagrar vísur bæði að efni, máli og formi. Gallalausar, gallalitlar, stórgall- aðar og ómerkilegar vísur eru í kveri þessu. Skulu nú nefndar nokkurar stök- ur, sem vert var að birta og gallalitlar eru. Benedikt Jónsson: Hagkveðlingaháttur. : Valdsins gróða gæðingar , gerast bróðurmorðingjar. Hetjur þjóða þegnskyldar þvo í blóði hendurnar. Kemur lesandinn þá að Ó- línu Andrésdóttur. Hún á margar góðar stökur. Hringhenda, hástuðlun. Isaspöng af andans hyl íslands söngvar þíða. Kalt er öngvum, komnum tii Kvæða-lönguhliða. Þriðji maður í röðinni er Ein- ar prestur Friðgeirsson. Ein hin fegursta vísa hans er sú, sem hér fer á eftir. Kveðandi er göll- uð: Sama er um margan mann, sém mæðu geymir dulda; þegar enginn elskar hann, andar hann frá sér kulda. Þessi er aftur á móti alt að því rétt kveðin: Bráðum lægir lífsins hrönn. Líttu á hann, garminn! Nú er að eins eftir spönn út á grafarbarminn. Kemur nú að Jóhannesi Jónas- syni. Þessi vísa hans er rétt kveð- in, en minnir á vísu Sigurðar Breiðfjörðs: „Dýrin víða vaknað fá."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.