Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 1
VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN EL IN@ALLT.IS 560-5521 HAUKUR HAUKUR@ALLT.IS 560-5525 SIGURJÓN S IGURJON@ALLT.IS 560-5524 HELGA HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA DISA@ALLT.IS 560-5510 ELÍNBORG ÓSK EL INBORG@ALLT.IS 560-5509 PÁLL PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Grindavík segir sig frá sorphirðu Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti samhljóða á síð- asta fundi sínum að draga sig út úr samþykkt nr. 426/2005, samþykkt um meðhöndlun úr- gangs á Suðurnesjum, sem er samþykkt allra sveitarfélaga á Suðurnesjum frá 19. apríl 2005. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hefur verið falið að afgreiða málið. Samþykktin hefur að gera með sorphirðu frá heimilum á Suðurnesjum, meðferð úrgangs frá fyrirtækjum og móttöku- stöðvar úrgangs á Suðurnesjum. Um þessar mundir eru haldin heimili og gist í tuttugu til þrjátíu húsum í Grindavík að staðaldri. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar telur rekstr- arafkomu ársins 2023 viðunandi miðað við aðstæður og þakkar starfsfólki Suðurnesja- bæjar fyrir þeirra framlag í rekstri og starf- semi sveitarfélagsins. „Ársreikningur Suður- nesjabæjar 2023 ber með sér að efnahagur sveitarfélagsins er traustur, sem skapar for- sendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa næstu misseri og ár,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnarinnar við síðari umræðu um ársreikning Suður- nesjabæjar 2023. Rekstrartekjur í samanteknum rekstrar- reikningi fyrir A- og B-hluta námu 6.324 millj- ónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að rekstrartekjur væru 5.873 milljónir. Rekstrar- tekjur A-hluta bæjarsjóðs voru 5.983 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að rekstrar- tekjur væru 5.580 milljónir króna. Rekstrar- niðurstaða í samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta er neikvæð að fjárhæð 39 milljónir króna en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að niðurstaðan væri jákvæð 29 milljónir. Rekstrarafkoma A-hluta bæjarsjóðs er neikvæð að fjárhæð 12 milljónir en samkvæmt fjárhagsá- ætlun var gert ráð fyrir að niðurstaðan væri já- kvæð að fjárhæð 43 milljónir króna. Eigið fé í árslok nam 4.348 milljónum króna, þar af nam eigið fé A-hluta 4.776 milljónum. Rekstur málaflokka í A-hluta bæjarsjóðs var nánast samkvæmt fjárhagsáætlun ársins. Helstu neikvæðu frávik í rekstri í samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta miðað við fjárhags áætlun felast annars vegar í hækkun lífeyrisskuldbindinga og afskrifta og hins vegar í rekstri eignasjóðs og B-hluta stofnana. Helstu frávik til aukinna tekna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun koma helst fram í meiri útsvarstekjum en áætlað var og endurspeglar það m.a. aukinn kraft í atvinnulífinu, auk þess sem fjölgun útsvarsgreiðenda skilaði auknum tekjum. Þá voru framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Íbúafjöldi í Suðurnesjabæ 1. desember 2023 samkvæmt lögheimilisskráningu hjá Þjóðskrá var 4.036 og fjölgaði íbúum frá fyrra ári um 126, eða um 3,2%. Meiri útsvarstekjur endurspegla aukinn kraft í atvinnulífinu n Rekstur bæjarsjóðs Suðurnesjabæjar nánast samkvæmt fjárhagsáætlun: Lítið notaðar sorptunnur í Grindavík. Gerir við reiðhjól í frítímum 8 DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK Körfuboltinn flýgur hátt á Suðurnesjum þessa dagana hjá konum og körlum. Keflavíkurkonur eru komnar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn á móti Njarðvík og hefst rimman í Blue- höllinni í Keflavík á fimmtudag 16. maí. Sara Rún Hinriksdóttir, einn lykilleikmanna Keflavíkur, fékk gott fagnaðarhandtak hjá hinni þrettán ára Lilju Líf Aradóttur eftir sigurleikinn gegn Stjörnunni í vikunni. VF/pket Lækkað verð Miðvikudagur 15. Maí 2024 // 20. tbl. // 45. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.