Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 12
Fatlaðir og reiðmennska er samstarf milli Hestamannafélagsins Mána, reykjanesbæjar, Hæfingarstöðvarinnar og Miðstöðvar sí- menntunar á Suðurnesjum. í nokkur ár hefur Hestamannafélagið Máni boðið fötluðum að koma og kynnast hestamennsku þeim að kostnaðarlausu. Þau fá að kemba, læra að leggja á, moka, fara á hestbak og fleira sem viðkemur hestamennsku. Íslenski hesturinn er talinn hafa marga kosti sem nýtist vel við þjálfun fatlaðra. Hreyf ingar hestsins færast yfir í knapann sem situr hestinn og mjaðmagrind knapans hreyfist svipað og á sér stað í göngumynstri. Hesturinn veitir knapanum um 90 til 100 göngusveiflur á mínútu og hafa erlendar rannsóknir sýnt að hreyfi- færni knapans eru m.a. aukinn lið- leiki í neðri hluta líkamans, betri höfuð- og bolstjórn og jafnvægis- viðbrögð. Hestamannafélagið Máni hefur allan búnað sem þarf til að fatlaðir komist á bak. Þar hefur verið til hnakkur í mörg ár sem er sér- sniðinn að þörfum fatlaðra en kominn var tími á nýjan hnakk. Hæfingarstöðin, sem er dag- þjónustuúrræði sem gefur ein- staklingum með langvarandi stuðningsþarfir tækifæri til þess að auka hæfni sína til starfa og taka þátt í daglegu lífi, fékk veglegan styrk eftir síðasta Góðgerðarfest Blue Car Rental og var ákveðið að nota hluta af styrkfjárhæðinni til að kaupa nýjan hnakk sem er sérhannaður fyrir fatlaða og er smíðaður af Brynjólfi hjá Leður- verkstæðinu Hlöðutúni. Í síðustu viku var svo komið að því að taka hnakkinn í notkun. Boðið var til móttöku í reiðhöll Hestamannafélagsins Mána þar sem mætti hópur fólks frá Blue Car Rental til að sjá hvernig stuðningnum frá Góðgerðarfestinu er m.a. varið. Það var Ástvaldur Ragnar Bjarnason, íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2023, sem reið á vaðið og tók fyrstu hringina um reiðhöllina í nýja hnakknum og gleðin skein úr andlitum allra við- staddra. Að finna gleðina og þakklætið er allt „Þetta er ein af ástæðum þess að við erum í þessu, að sjá í hvað fjár- munirnir eru að fara. Að finna þakklætið og gleðina er ástæðan fyrir því að við stöndum í þessu og höfum gert þrjú ár í röð. Öll árin og jafnvel lengur höfum við styrkt Hæfingarstöðina sem er að bjóða okkur hingað í dag. Hæfingar- stöðin hefur alltaf verið okkur hugleikin. Ég kann enga skýringu á því. Þetta er bara frábært verk- efni sem er heiður að fá að styðja og taka þátt í,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental. Hvað er þetta að gefa ykkur? „Þetta er bara gleðin. Nýverið fengum við þakkarpóst frá einum aðila sem hlaut styrk frá Góðgerð- arfestinu og það var bara nóg. Þetta var einlægur þakkarpóstur og þetta drífur mann áfram að gera þetta áfram ár eftir ár. Þetta er sannar- lega vinna þessar hátíðir sem við höldum en þetta er skemmtileg vinna og það er gaman að sjá í hvað fjármunirnir fara og að fá þakkir fyrir, veitir okkur mikla gleði.“ Samneyti við hestana veitir gleði Guðrún Halldóra Ólafsdóttir, kölluð Dódó, er matráður hjá Hæf- ingarstöðinni og starfar í íbúðar- kjarna fyrir fatlað fólk á Suður- nesjum. Hún hefur lengi verið í hestamennsku og í gegnum starf hennar hjá Hæfingarstöðinni var leitað til hennar með að fatlaðir fengju að kíkja í hesthúsið. Þetta vatt fljótt upp á sig og í dag er stór hópur fatlaðra sem kíkir reglulega í hesthúsið og sinnir hrossunum. Það vilja ekki allir fara á bak en það er ýmislegt annað sem hægt er að gera til að komast í nánd við hestana. Dódó segir að það sé fyrst og fremst gleði sem samneyti við hestana skapi. „Þá hafa hestarnir, eins og öll önnur dýr, vissan lækn- ingarmátt.“ Þá er Dódó fullviss um að hestarnir skynji aðstæður. Þannig er til dæmis merin sem Ást- valdur fór í reiðtúrinn á. Það ræður enginn við hana en hún er pollróleg undir börnum og fötluðum.“ Stuðingurinn frá Góðgerðarfesti Blue Car Rental hefur breytt miklu fyrir þetta hestastarf Hæfingar- stöðvarinnar. Eldri hnakkurinn er frá árinu 2001 og þarfnast yfir- halningar. Nýi hnakkurinn er með öðru lagi og þeir sem sitja hann upplifa meira öryggi og fylgja betur hreyfingum hestsins. „Þessi hnakkur er allt annað líf,“ segir Guðrún Halldóra, Dódó, að end- ingu. Nýr hnakkur fyrir fatlaða og gleðin skein úr andlitum Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Hnakkurinn sem Hæfingarstöðin keypti fyrir hluta af styrknum frá Góðgerðarfesti Blue Car Rentar. Magnús Sverrir Þorsteinsson, einn eigenda Blue Car Rental, er efni í góðan hestamann. Hann skellti sér á bak í reiðhöllinni og tók einn hring. Gleðin var ósvikin þegar Ástvaldur Ragnar Bjarnason skellti sér á hestbak í nýja hnakknum. Nýi hnakkurinn veitir góðan stuðning og öryggistilfinningu. Fallað verður um hnakkinn í þætti vikunnar VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG Óskum eftir bygginga-, tækni-, eða verkfræðingi í eftirlit með framkvæmdum á starfsstöð Verkís í Reykjanesbæ. Starfið felur í sér eftirlit með fjölbreyttum framkvæmdaverkefnum s.s. húsbyggingum, samgöngumannvirkjum og veitum. Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Menntunar- og hæfniskröfur • Byggingafræðingur, tæknifræðingur eða verkfræðingur • Gott vald á íslensku og ensku • Reynsla af eftirliti eða hönnun í mannvirkja- gerð er kostur • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Nánari upplýsingar veita: Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is og Guðrún Jóna Jónsdóttir, gjj@verkis.is. Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2024 Framkvæmdaeftirlit á Reykjanesi 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.