Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 8
Svanur Már Scheving er vel þekktur hlaupa- og hjólreiðakappi
í reykjanesbæ og má sjá honum bregða fyrir hlaupandi eða
hjólandi allan ársins hring, sama hvernig viðrar. Það eru fáir sem
stand ast Svani snúning en hann hjólaði m.a. hringinn kringum ís-
land fyrir fáeinum árum. Nú hefur Svanur opnað hjólaverkstæði á
Smiðjuvöllum í reykjanesbæ en þá þjónustu hefur sárlega vantað
í bæinn.
Hjól þurfa sitt viðhald
„Ég auglýsti mig og svo spyrst
þetta einfaldlega út,“ segir Svanur
en talsverður erill hefur verið hjá
honum síðan hann opnaði hjóla-
verkstæðið sitt á Smiðjuvöllum í
byrjun síðasta mánaðar. „Það koma
alltaf fleiri og fleiri með hjól til
mín. Það er virkilega gaman hvað
fólk tekur þessu vel.“
Það hefur verið mikil þörf á
svona þjónustu í bæinn, sérstak-
lega núna þegar skólarnir eru að
klára.
„Já og allir að fara af stað. Þessi
þjónusta þarf að vera til staðar,
hjólið bilar alveg eins og bíllinn.
Það þarf að smyrja bílinn og sinna
viðhaldi, þetta er alveg eins.“
Hvernig fólk hefur verið að leita
til þín?
„Þetta hefur verið allskonar fólk;
eldra fólk, fólk á miðjum aldri eða
fólk að koma með hjólin fyrir
börnin.“
Svanur segir að hann muni
jafnvel fljótlega fara að selja ný
reiðhjól. „Ég ætlaði nú ekki að
byrja á því strax en fólk hefur verið
að spyrja um þetta og mögulega tek
ég fljótlega inn hjól í samstarfi við
Örninn. Þar fæ ég alla varahluti og
þeir bakka mig upp.“
Hvernig dast þú inn í hjóla-
viðgerðir, er það bara eitthvað
sem þú hefur verið að fikta við í
gegnum tíðina?
„Já, ég er nú búinn að vera mikið
að hlaupa og hjóla og ég hjólaði til
dæmis hringinn fyrir fjórum árum.
Víkurfréttir fjölluðu meðal annars
um þessa ferð mína og það var með
fyrstu greinunum af fólki að ferðast
innanlands þegar Covid var í gangi.
Mig langaði alltaf að gera þetta
og notaði tækifærið þegar Covid
var og engir útlendingar á veg-
unum. Ég hef nú gert ýmislegt
yfir ævina en þetta er eitt það allra
skemmtilegasta sem ég hef gert,
ég naut hverrar einustu mínútu
af ferðinni,“ segir Svanur en ferðin
tók tólf daga í heildina, tíu dagar
fóru í að hjóla hringinn en tvo daga
notaði hann til að heimsækja ætt-
ingja á Akureyri.
Svanur sinnir hjólaviðgerðunum
utan hefðbundins vinnutíma
en hann starfar í Vatnaveröld í
Reykjanesbæ. „Ég er í vinnu sem
ég er ánægður með og þetta er bara
svona auka. Svo hef ég mann til
að hjálpa mér ef reynir á það. Ég
sinni öllu vel sem ég tek mér fyrir
hendur,“ segir Svanur og bætir við
að lokum að hann sé með Face-
book-síðu þar sem hann setur
reglulega inn hvenær hann er á
staðnum og fólk geti komið með
hjól á þeim tímum.
Múrari/verkamaður – Reykjanesbæ
Epoxy Gólf leitar af jákvæðum og duglegum
starfsmanni. Unnið er með bæði epoxy, flotefni,
polyurethane og microsement.
Starfslýsing:
n Gólflagnir með tveggjaþátta efni
n Flotun gólfa
n Lögn á Microsementi
n Múrviðgerðir
Kröfur um:
n Stundvísi
n Sjálfstæði
n Metnaðarsemi
n Reglusemi
n Sveigjanleiki
n Jákvæðni
n Með ökuréttindi
Tekið skal fram að unnið er töluvert út á landi.
Áhugasamir sendi tölvupóst á epoxygolf@epoxygolf.is
eða hafi samband í síma 519-8970.
Epoxy Gólf is looking for an employee to do flooring
work. Working with both epoxy, self-levelling cement,
polyurethane and microcement.
Job description:
n Flooring with two-component materials
n Putting down self-levelling underlayment
n Applying microcement
n Concrete repairs
Requirements for:
n Punctuality
n Independence
n Ambition
n Orderliness
n Flexibility
n Positivity
n With drivers license
It should be noted that work is also done in the country side.
Interested send email to epoxygolf@epoxygolf.is
or call 519-8970.
Gerir við reiðhjól
í frítímum
Svanur við Jökulsárlón á hringferð
sinni um Ísland sumarið 2020.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
8 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM