Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 10
„Okkur fannst eðlilegt að keyra stemninguna frekar upp á Papas í Grindavík, heldur en að hittast í Reykjanesbæ,“ segir einn forsprakka Stinningskalda sem er stuðningsmannasveit Grindavíkur í íþróttum, bæði í körfu- og fótbolta. Á engan er hallað ef félagarnir Friðrik Sigurðsson og Helgi Leó Leifsson, eru teknir út fyrir sviga í Stinningskalda en þessi stuðn- ingsmannasveit hefur vakið verð- skuldaða athygli síðan í fyrra þegar eitthvað fæddist. Friðrik lýsti upp- hafinu og fór yfir út af hverju hóp- urinn vildi keyra stemmarann upp á Papas í Grindavík. „Við byrjuðum þetta í úrslita- keppninni í körfuboltanum í fyrra þegar Grindavík mætti Njarðvík. Við héldum síðan áfram inn í fót- boltatímabilið og höfum í raun ekki horft til baka síðan þá. Stemn- ingin í kringum körfuboltann í vetur hefur verið á öðru „level-i“ og náðum við oft upp feiknalegri stemningu í nýja íþróttahúsinu í Grindavík. Við létum gera fána fyrir uppáhaldsleikmanninn okkar, Deandre Kane en á fánanum stendur „King Kane“. Auðvitað breyttist síðan margt í nóvember en við höfum samt haldið stuðn- ingnum við liðið áfram og munum fylgja þeim út tímabilið og vonandi fagna Íslandsmeistaratitli. Fyrir leik númer tvö vorum við mættir á Brons og tókum svo stemninguna í hliðarsalnum. Við hugsuðum með okkur að við værum Grindvíkingar og ættum auðvitað bara að styðja við okkar menn á Papas, þá Gylfa og Þormar. Ég bar hugmyndina undir þá fé- laga og það stóð ekki á viðbrögð- unum. Áður en við vissum af var búið að græja rútu fyrir okkur úr Reykjavík sem beið eftir okkur eftir leik og skutlaði okkur í bæinn. Mig grunar að Stebbi og Sandra í Ein- hamar Seafood hafi átt þátt að máli þar en stuðningur þeirra við körfuknattleiksdeildina og okkur í Stinningskalda hefur verið frábær í allan vetur. Þeirra vegna finnst mér að liðið okkar eigi skilið að verða Íslandsmeistari og ég er bjartsýnn á það,“ sagði Friðrik að lokum. Stinningskaldi hittist á Papas í Grindavík Heimavist MA og VMA 8 MÍNÚTUR 3 MÍNÚTUR 7 MÍNÚTUR 3 MÍNÚTUR 15 M ÍN ÚT UR RUTÚNÍ M 2 RUTÚNÍ M 8 MENNINGARHÚS SU ND RÆ KTIN ÍÞ RÓ TT AHÚS M IÐBÆ RINN VERSLANIR BÍÓHÚS LYSTIGARÐURINN KAFFIHÚS HL ÍÐ AR FJ AL L VE IT IN GA RS TA ÐU R MA HE IM AVIST MA OG VMA Á AKUREYRI VMA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR HEIMAVIST.IS FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR ALLS STAÐAR AÐ AF LANDINU TIL 7.JÚNÍ Una Bergþóra Ólafs- dóttir er fimmtán ára og frábær, eins og hún segir sjálf. Una segist vera líklegust til að verða fræg því hún stefnir á að ná langt í fótbolta. Una Bergþóra er ungmenni vikunnar. Hvert er skemmtilegasta fagið? Stærðfræði. Hver í skólanum þínum er líkleg(ur) til að verða fræg(ur) og hvers vegna? Ég, af því að ég stefni langt í fótbolta. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar við krakkarnir hrekktum kennarana með því að fela púltin þeirra, þannig að þau fundu þau ekki þegar þau mættu í kennslu um morguninn. Við hlógum mjög mikið þann morgun. Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Við vinkonuhópurinn erum mjög fyndnar en hún Hafdís stendur upp úr. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ekki stinga mig af með Friðrik Dór. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Reykt lambalæri. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Anyone but you. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Fótbolta, svo ég geti haldið á lofti og æft mig, kærastann, svo ég geti spilað fótbolta með honum og ég myndi líka bara sakna hans og bát. Hver er þinn helsti kostur? Ég er traust og félagslynd. Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta farið á milli staða einn tveir og bingó. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst mikilvægt að fólk sé fyndið, umburðarlynt og traustsins vert. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég stefni á að fara á íþróttabraut í FG og kannski íþróttasálfræði í framtíðinni. Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Ég stunda knattspyrnu af lífi og sál. Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Frábær. Ungmenni vikunnar Nafn: Una Bergþóra Ólafsdóttir Aldur: 15 ára Bekkur og skóli: 10. bekkur Stapaskóli Áhugamál: Fótbolti Stundar knattspyrnu af lífi og sál GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Tek að mér garðslátt um öll Suðurnes. Tómas 770-0277. Komdu í áskrift! 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.