Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS „Jákvæð niðurstaða ársreiknings Reykjanesbæjar upp á 1,4 millj- arða er tvöfalt betri niðurstaða en áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir,“ segir í bókun meirihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu árs- reiknings 2023 á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Þar segir einnig: „Í byrjun árs hefur verið mikið og hratt útstreymi fjármagns vegna framkvæmda en nefna má til að mynda: Framkvæmdir við Myllubakka- skóla 400 milljónir, framkvæmdir við Holtaskóla 190 milljónir, fram- kvæmdir við Stapaskóla, íþróttahús 200 milljónir, framkvæmdir við hjúkrunarheimili 265 milljónir auk fleiri fjárfestinga. Vegna fjárfestinga á árinu upp á 5,3 milljarða er fyrirséð að Reykja- nesbær mun fara í lántöku á árinu líkt og lagt var upp með og fjár- hagsáætlun 2024 ber með sér. Auk þess hefur verið lögð fram tillaga að innviðagjöldum í Reykjanesbæ eins og tíðkast í mörgum öðrum sveitarfélögum til innviðauppbygg- ingar sem munu nema allt að 50 milljörðum á næstu 10 árum. Reykjanesbær er að reisa tvo 120 barna leikskóla sem opna í ár auk þess að opna útibú Tjarnarsels við gamla barnaskólann okkar sem rúmar 20–25 börn. Meirihlutinn hefur sett sér það markmið að átján mánaða börn komist í okkar leikskóla á kjörtímabilinu. Þegar rýnt er í aðalatriðin eru rekstrartekjur sveitarfélagsins 25 milljarðar en rekstrargjöld 21,9 milljarðar. Þannig er heil- brigður rekstur að tekjur duga fyrir gjöldum og það sé afgangur til staðar. Það erum við að gera því íbúar gera þá kröfu að rekstur sveitarfélagsins sé ábyrgur.“ Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Hall- dóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Hjörtur M. Guðbjartsson (S) Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y). Upp úr klukkan þrjú á mánudag var áhöfn björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein kölluð út vegna aflvana strandveiðibáts rétt út af Garð- skaga. Skipverji hafði varpað akkeri til að forðast að reka í land. Báturinn var skammt frá landi þegar áhöfn björg- unarskipsins náði að koma taug í hann. Haldið var til Sandgerðis og tók siglingin þangað rúma klukkustund. Nokkuð hvasst var við Garðskaga og álandsvindur, þannig að bátinn rak hratt að landi. Verkið var vanda- samt fyrir áhöfn björgunarskipsins, sem óttaðist um tíma að illa gæti farið. Verkið leystist þó farsællega og allir komu heilir heim. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Hannes Þ. Hafstein hafði tekið bátinn í tog. VF/Hilmar Bragi Það var líf og fjör við félags- og íþróttamiðstöðina í Vogum þar sem rampur númer eittþúsund og eitthundrað í verkefninu Römpum upp Ísland var vígður. Eggert N. Bjarnason íbúi í Vogum klippti á borðann. Þessi atburður markar tímamót í átakinu „Römpum upp Ísland“, sem stefnir að því að byggja 1.500 rampa í þágu hreyfihamlaða fyrir 11. mars 2025. Átakið Römpum upp Ísland hefur nú reist 1.100 rampa og var sá fyrsti tekinn í notkun í maí 2021. Upphaflega var stefnt að því að reisa þúsund rampa en var sú ákvörðun svo tekin að ganga einu skrefi lengra og reisa eitt þúsund og fimmhundruð rampa. Haft er eftir Gunnari Axel Axels- syni, bæjarstjóra í Vogum, að það hafi verið sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með þessum frábæra og metnaðarfulla verkefni sem hefur orðið til þess að aðgengismál hafa loksins komist rækilega á kortið í okkar samfélagi: „Við í Vogum viljum að sjálfsögðu tryggja jafnt aðgengi allra að okkar stofnunum og þeirri þjónustu sem íbúum stendur til boða og tökum fagnandi þeirri hvatningu og stuðningi sem felst í verkefninu Römpum upp Ís- land. Vonandi munum við einhvern tíma upplifa þann dag þar sem að- gengi hreyfihamlaðra verður svo sjálfsagður og eðlilegur hlutur að það þurfi ekki átak til og ég held að Römpum upp Ísland hafi tekist að fleyta okkur miklu hraðar og nær því markmiði. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka forsvarsfólki Römpum upp Ísland og öllum sem hafa lagt því lið fyrir að hafa vakið samfélagið okkar til vitundar um mikilvægi þess að óþarfa hindr- unum sé rutt úr vegi og við hugum alltaf að aðgengi fyrir alla þegar við vinnum að hönnum og framkvæmd samfélagslegra innviða.“ Eggert klippti á borðann við íþróttamiðstöðina n Ellefuhundraðasti rampurinn vígður í Vogum Í bókun minnihluta bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar á síð- asta fundi hennar segir að árs- reikningur Reykjanesbæjar líti í heild nokkuð vel út, með jákvæða rekstrarniðurstöðu. „Tekjur eru 3,6 milljörðum hærri en á síðasta ári, og munar þar mest um auknar skatttekjur og framlög vegna flóttamanna. Þegar skoðuð er fjárhagsáætlun og bókun meirihlutans vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 kemur fram að gert var ráð fyrir að tekinn yrði í notkun leikskóli í Dalshverfi III (Drekadalur) og íþróttahús og sundlaug við Stapa- skóla. Hvorugt verkefnið gekk eftir og því hefur ekki orðið rekstrar- kostnaður vegna þessara stofnana. Þrátt fyrir það vekur athygli að rekstrarkostnaður í ársreikningi er þremur milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir og eykst um 2,6 milljarða á milli ára. Handbært fé lækkar mikið á milli ára og með þessu áframhaldi getur bæjarsjóður lent í vand- ræðum með að standa við skuld- bindingar nema að til komi lán- veitingar eins og þegar hefur verið samþykkt í bæjarráði. Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson, Helga Jóhanna Odds- dóttir Sjálfstæðisflokki, Margrét Þórarinsdóttir Umbót. Auknar skatttekjur og mikil hækkun á rekstrarkostnaði Tvöfalt betri niðurstaða n Bókanir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna ársreiknings 2023: Eggert N. Bjarnason, íbúi í Vogum, klippti á borðann. Strandveiðibát bjargað skammt frá landi í Garði 2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.