Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 16
Mundi
Er ekki náttúruleg urðun
(fyrir sorp) einu sinni í
mánuði við Grindavík?
Kosningar, körfubolti og kvikuhreyfingar
Það vantar ekki umræðuefnin á
Íslandi núna – kosningabaráttan
í algleymingi, kvikuhreyfinga- og
eldgosavaktin hjá Hilmari Braga
kröftug sem aldrei fyrr og körfu-
boltatímabilinu að ljúka með stór-
kostlegu gengi Suðurnesjaliðanna
allra hingað til.
Þegar þetta er skrifað liggur það
fyrir að Keflavík mæti Njarðvík í
kvennaboltanum, og draumaein-
vígið í karlaboltanum er úr þessu
auðvitað Keflavík (eða Grindavík)
gegn Njarðvík. Það blasir við að
Keflvíkingurinn ég er auðvitað
ekki í vandræðum með hvaða liði
ég mun halda með í þessum ein-
vígum. Þetta verður skemmtilegt
og spennustigið á Suðurnesjum
mun ekki minnka ef ósk mín
um karlaleikinn rætist. En þetta
viljum við Suðurnesjamenn og
þetta kunnum við. Leikirnir eru
aldrei betri en þegar baráttan er
innan fjölskyldunnar og rígurinn
aldrei meiri. Það er nú samt þannig
að þrátt fyrir baráttuna, ríginn og
nándina þá ríkir samt hjá þessum
liðum öllum gagnkvæm virðing
fyrir andstæðingnum. Baráttan er
heiðarleg, brjálaðir stuðningsmenn
sem hvetja sín lið áfram. Þetta eru
einfaldlega leikirnir sem skemmti-
legast er að vinna.
Einhvern tímann var ég á fót-
boltaleik í Keflavík og mamma
mín stóð mig og krakkahópinn
í kringum mig að því að öskra af
öllum kröftum „Úúúú á KR!!!“
Þegar við löbbuðum heim á
Garðaveginn eftir leikinn – sem
tapaðist því miður – sagði hún
mér að það væri kannski miklu
betra í framtíðinni að hrópa bara
„Áfram Keflavík“ í staðinn fyrir að
úa á KR – það væri vænlegast til
árangurs. Mamma mín vissi sínu
viti því í næsta leik tókum við á
móti Val. Við krakkarnir hvöttum
okkar menn áfram og viti menn –
við unnum leikinn. Við vorum auð-
vitað sannfærð um að þetta væri
allt okkur að þakka.
Mér varð hugsað til þessarar
sögu þegar ég var að lesa eitthvað
á netinu á sunnudaginn – sem ein-
mitt var mæðradagurinn – um for-
setakosningarnar. Frambjóðendur
aldrei fleiri og af ýmsu tagi, mikil
hreyfing á fylginu og spennan í
hámarki. Ég sem áhugamaður
um stjórnmál og kosningar af öllu
tagi hef fylgst vel með héðan úr
fjarlægð. Það sem mér finnst því
miður einkenna þessa baráttu er
þetta gamla, úrelta „Úúúú á KR“
viðhorf, bæði hjá einstaka fram-
bjóðendum en ekki síst hjá stuðn-
ingsmönnum margra þeirra. Þetta
verður til þess að venjulegt fólk
nennir ekki að fylgjast með, nennir
alls ekki að opinbera stuðning sinn
við einhvern frambjóðanda af ótta
við að fá yfir sig holskeflu skíta-
kommennta.
Þetta þarf að breytast. Mamma
hafði rétt fyrir sér – tökum nú
höndum saman og hvetjum okkar
fólk.
Ég skal byrja: Áfram Keflavík og
Kata Jak! Og síðast en ekki síst –
áfram Hilmar Bragi – megir þú ná
fyrstu myndinni af næsta gosi!
RAGNHEIÐAR ELÍNAR
Hvetja íbúa til að
flytja lögheimili
til bæjarins
Málefni íbúa Grindavíkur og
veiting grunnþjónustu leik- og
grunnskóla voru til afgreiðslu á
fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins
Voga þann 2. maí.
Bæjarráð tók á fundinum jákvætt
í erindi Grindavíkurbæjar, sem var
með upplýsingum til sveitarfélaga
sem snúa að leik- og grunnskóla
og frístundastarfi Grindavíkur, og
áréttar mikilvægi þess að íbúar sem
hyggjast búa í sveitarfélaginu flytji
lögheimili sitt til að hægt sé að
veita þeim þá þjónustu sem íbúar
með skráð lögheimili eiga rétt á.
Lóa Björg Gestsdóttir ráðin
skólastjóri Heiðarskóla
Lóa Björg Gestsdóttir
hefur verið ráðin skóla-
stjóri Heiðarskóla í
Reykjanesbæ. Lóa Björg
lauk B.Ed. próf i frá
Kennaraháskóla Íslands
árið 2005 og MLM gráðu
í forystu og stjórnun frá
Háskólanum á Bifröst árið 2019.
Lóa Björg hefur starfað í Heiðar-
skóla undanfarin fjögur ár, sem
aðstoðarskólastjóri í þrjú ár og
undanfarið ár hefur hún leyst af
sem skólastjóri. Hún tekur við
skólastjórastarfinu af Bryndísi
Jónu Magnúsdóttur sem lætur
nú af störfum eftir farsælan feril í
Heiðarskóla.
Helgi Arnarson, sviðsstjóri
menntasviðs Reykjanesbæjar, segir
í samtali við Víkurfréttir að aðeins
ein umsókn hafi borist um
stöðu skólastjóra í Heiðar-
skóla, frá starfandi skóla-
stjóra Lóu Björgu Gests-
dóttur, sem nú hefur verið
ráðin í starfið.
„Það er umhugsunarefni
að umsóknir um stjórn-
unarstöður í skólum hafa farið
fækkandi undanfarinn áratug
eða svo. Ekki einungis hjá okkur
heldur einnig á landsvísu. Það
má vera að í þessu tilfelli hafi það
spurst út að starfandi skólastjóri
myndi sækja um stöðuna og að það
hafi dregið úr öðrum að sækja um
starfið. En hvað sem því líður þá
er niðurstaðan allavega góð. Ég er
mjög ánægður með ráðningu Lóu
Bjargar og vænti mikils af henni í
framtíðinni,“ segir Helgi Arnarson.
Strandveiðitímabilið er hafið og sjómenn hafa notað alla sjófæra daga til að
skella sér á miðin allt í kringum Reykjanesskagann til að ná í dagsskammtinn
af þeim gula. Hér er mynd sem við tókum í Garðsjónum í síðustu viku þegar
karlarnir á Sindra GK voru á skaki um sjómílu frá landi. Páll Ketilsson, mynda-
tökumaður Víkurfrétta, sendi dróna til hafs og smellti af þessari mynd.
Dróninn kíkti á strandveiðina