Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 15.05.2024, Blaðsíða 9
FORSETAKOSNINGAR laugardaginn 1. júní 2024 Kjörskrá og kjörstaðir í Suðurnesjabæ Kjörskrá í Suðurnesjabæ vegna forsetakosninga sem fram fara þann 1. júní 2024, liggur frammi almenningi til sýnis í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði frá 10. maí og fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Einnig er bent á kosning.is - Hvar á ég að kjósa? Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár. Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjördagur forsetakosninga 1. júní 2024. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Sandgerðisskóla sími 893 3730 Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar SVEITARFÉLAGIÐ VOGAR FORSETAKOSNINGAR LAUGARDAGINN 1. JÚNÍ 2024 Kjörskrá liggur frammi almenning til sýnis, frá föstudeginum 10. maí fram að kjördegi, á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2. Kosningarétt við forsetakjör eiga þeir kjósendur sem eiga kosningarétt sbr. 3. gr. kosninglaga nr. 112/2021. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands. KOSIÐ ER Í STÓRU-VOGASKÓLA Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki. KJÖRSTAÐUR OPNAR KL. 10:00 OG LOKAR KL. 22:00. Fram að kjördegi er hægt að kjósa utan kjörfundar á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma. Að gefnu tilefni er Grindvíkingum með aðsetur í Vogum bent á að kjörstaður Grindvíkinga er í Reykjanesbæ. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga„Það þýðir ekkert að leggjast í kör og grenja, maður verður bara að bjarga sér,“ segir veitingamaðurinn kári guðmundsson, oftast kenndur við stað sinn Fish house í grindavík. Það er lítið að gera í grindavík, þess vegna ákvað kári að opna stað í reykjavík með sama nafni og svo bauðst honum að taka við rekstri annars staðar í Mosfellsbæ sem heitir bankinn. Eftir að hafa rekið staðinn í smá tíma ákvað hann að kaupa reksturinn. „Ég veit ekkert hvenær við getum hafið rekstur aftur í Grindavík og það borgar mér enginn laun á meðan. Félagi minn benti mér á húsnæði í Pósthússtræti í Reykjavík og ég stökk á það, gat loksins opnað staðinn í apríl. Ég var að vonast eftir að geta hafið rekstur í febrúar en að koma leyfinu í gegn var ansi flókið, kerfisbáknið í Reykjavík er stórt og mikið. Þetta verður fínni veit- ingastaður, getur tekið rúmlega 40 manns í sæti og ég mun láta hann heita sama nafni og staðurinn í Grindavík, Fish house. Þegar ég var í miðjum framkvæmdum var mér svo bent á þennan stað í Mos- fellsbæ, Bankann. Ég hitti eigend- urna á fundi og ég gat eiginlega ekki sagt nei við þessu tækifæri, staðurinn var búinn að vera í flottum rekstri og það var ekkert annað fyrir mig að gera en labba inn 1. janúar og taka við rekstr- inum. Ég leigði reksturinn til að byrja með en er nýlega búinn að festa kaup á honum. Ég verð með hlaðborð í hádeginu alla virka daga, það eru mörg fyrirtæki í ná- grenninu svo þetta passar vel við það en svo koma auðvitað líka inn gestir af götunni, ætli Íslendingar séu ekki u.þ.b. 90% kúnna. Þegar boltinn er í gangi er frábær að- staða til að sýna leikina, ég get verið með allt að þrjá leiki í gangi í einu á stórum skjám og svo er hægt að halda tónleika hér og böll þess vegna. Hljómburðurinn hér inni er mjög góður, Stebbi Jak var einmitt með tónleika um daginn, í kvöld er ég með konukvöld svo það verður nóg að gera held ég.“ Hvernig er annars staðan á hús- næði Fish house í Grindavík og hvernig sér Kári framtíð bæj- arins fyrir sér? „Það eru skemmdir á húsnæðinu og þarf að laga þær áður en ég gæti opnað aftur, það var hluti ástæðunnar fyrir að opna þessa nýju staði. Það mun taka einhvern tíma að laga húsnæðið í Grindavík ef eða þegar við getum opnað þar aftur. Ég sá ekki ástæðu til að mæta á fundinn sem haldinn var um daginn með atvinnurekendum, það var meira fyrir fyrirtækin sem eru að fara hefja starfsemi. Það er ekki verið að fara hleypa túristum strax inn í Grindavík, þeir voru langstærsti hluti minna viðskipta- vina. Ég hef ekki trú á að það muni gerast á næstunni, svæðið er stór- hættulegt, ég sé breytingar á mínu húsi nánast í hvert skipti sem ég kem heim. Stóru sprungurnar eru að breytast, allt svæðið er á hreyf- ingu og meðan svo er held ég að það verði ekki hleypt inn í bæinn. Ég og mín fjölskylda erum að leigja í Fossvoginum, ég geri ráð fyrir að við göngum að þessu tilboði ríkis- stjórnarinnar og seljum húsið en hvar við munum setjast að erum við ekki búin að ákveða á þessum tímapunkti. Það er nóg að gera í þessu hjá mér núna og verður á næstunni, tala nú ekki um fyrst ég er búinn að opna Fish house í Póst- hússtræti. Ég hlakka til að taka á móti Grindvíkingum þar og í Mos- fellsbæ, ég lít framtíðina björtum augum,“ sagði Kári að lokum. Kári á Fish House opnar tvo nýja staði Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.