Islande-France - 01.11.1947, Blaðsíða 7

Islande-France - 01.11.1947, Blaðsíða 7
TSLANDE - FRANCE 5 Nú eru í víðri veröld allt að 700 félagseiningar í Alliance frangaise. Margar þeirra eru ungar og athafna- samar, aðrar eru smám saman að endurnýja starfsaðferðir sínar og starfsvenjur. I háskólum, mennta- skólum, almennum skólum og hag- nýtum námskeiðum í frönsku á veg- um Alliance franyaise er meir en 40.000 nemendum og stúdentum veitt kennsla í franskri tungu. Á einu starfsári, veturinn 1946—47, fóru 77 fyrirlesarar frá París á vorum vegum til ýmissa landa, 21 að tölu. En Alliance frangaiset einkennist miklu fremur af anda sínum en vexti. Alliance frangaise hyggist á frjálsu starfi. 1 það félag ganga menn að eigin vild. Þar liittast þeir allir, sem Frakklandi unna, einkanlega menningu ])ess og þó um fram allt tungu. Alliance frangaise, sem ó- háð er öllum trúflokkum og stjórn- málaskoðunum, forhoðar engan, enda væri eigi með góðri samvizku unnt að hannfæra þann félagsskap. Alliance frangaise er ekki áróð- ursfélag. 1 fyrsta lagi af því, að þetta félag er franskt, og Frakkland hef- ur megnan ýmugust á áróðri, svo mjög sem það hefur fengið að kenna á honum. I öðru lagi álítum vér og (ef til vill með nokkru oflæti), að eigi maður í fórum sínum andlegan fjársjóð jafngildan og andlegan fjár- sjóð Frakklands, sé óþarft að gorta af honum óhóflega eða þröngva hon- um upp á fólk með tuddaskap eða slægvizku. Hið fagra orð Alliance í vorri fornu tungu táknar vináttu. . . . Vér skynjum öll glöggt, að það getur ekki táknað annað. Alliance frangaise Islands er oss kært, eins og oss eru kærar allar dætur vorar. Aðeins að vegalengd er það oss fjarri. Vitanlega er þetta félag ekki svo vel sett, að því gefist oft tækifæri til að taka á móti full- trúum frá oss, en vér erum þó stöð- ugt nálægir því. Eigum vér hér við áhugasama sendikennara, sem oss auðnaðist að útvega. Fjölmörg félög í Alliance fran- gaise gefa að öllum jafnaði út tímarit eða skýrslu. Ber þar til að nefna félögin í Danmörku, Mexico, Banda- ríkjunum, Perú, Indlandi, Indókína og Urúguay. Nú hefir hið litla en rausnarlega félag á Islandi hafizt handa um útgáfu tímarits, sem helg- að er fransk-íslenzkri menningu. Vér óskum tímariti þessu langra lífdaga og getum vér fullvissað yður um ])að, þér íslenzku vinir, að þar sem vér erum, eigið þér bæði vísa áhugasama lesendur og vini, sem styðja munu yður í hinni fögru við- leitni yðar. Marc Blancpain. ECOLE PRATIQUE DE “L’ALLIANCE FRANCJAISE” 101, BOUL, RASPAIL — PARIS (53e année) Enseignement de la langue et de la Gours de phonétique théorique et littérature francaises aux Etrangers. pratique. Cours de graimnaire et de langue. Conférences sur la littérature coq- Conversation. temporaine.

x

Islande-France

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.