Islande-France - 01.11.1947, Síða 16

Islande-France - 01.11.1947, Síða 16
14 ISLANDE - FRANCE liugað um að láta hana alltaf halda við menningarhlutverki sínu i heim- inum, og hefur hún þegar um langt skeið verið önnnm kafin við að kenna hana utan landamæra sinna, eða styrkja þá menn, sem þegar höfðu lært hana, til þess að halda henni við. I því efni hefur hún ýmsar að- ferðir. Fyrst er þá kennslan í skólunum og háskólunum, sem framkvæmd er af innlendum kennurum. Þeir *hafa oftazt nær hlotið menntun sína við franska háskóla og hlutverk þeirra er ákaflega mikilvægt, því það eru þeir, sem ná til fjöldans. Við hlið ])eirra eru oft settir franskir lektor- ar, þeim til aðstoðar og til þess að gera störf þeirra áhrifameiri. Þá eru á hinu leitinu ýmsar fransk- ar stofnanir í útlöndum, sem veita hæði kennurum og nemendum aðgang að þvi, sem hinar æðri menntastofn- anir vorar hafa að bjóða auk afnota vel haldinna bókasafna, en þau eru til í öllum hinna stærri landa Evrópu, Asíu og Ameríku. Kennsla í frönsku utanlands cr einnig framkvæmd á margvíslegan hátt af hinum ýmsu trúboðsfélögum svo og af Alliance Frangaise. Trúboðsfélögin halda uppi kennslu á öllum stigum. T. d. eiga franskir jesúítar fyrinnyndar háskóla í Kína, í Shanghai og annan ekki síðri í Beyrouth í Líbanon. Aðrir söfnuðir eiga einnig blómlega skóla, einkum í Litlu Asíu og Suður Ameríku. Víða belst og sá siður, að koma ungum stúlkum af æðri stéttum fyrir í frönskum klausturskólum. I fjörutíu og þrem þjóðlöndum vinnur Alliancc Frangaise að því að stofna til félagsskapar með þeim Frökkum, sem er umhugað um að breiða út tungu sína og menningu og þeim útlendingum, sem hafa á- huga í þessum efnum. Félagið styður sérhverja tilraun til kennslu tungu vorrar. Ymist á það eða styrkir mörg hundruð bókasöfn eða lesstof- ur og yfir átta hundruð skóla. Félagsskapur þessi myndar þannig frönsk vináttutengsl um allan heim og er samtímis stórkostlegur skóli franskrar tungu. Það er fróðlegt að gera sér grein fyrir, hvernig aðstaða frönskunnar var í heiminum á árinu 1947. Á umliðnum fimmtíu árum, höf- um vér, þrátt fyrir góðar framfarir á ýmsum stöðum, tapað aðstöðunni á vissum sviðum. Nemendahópur hinna frönsku skóla, kom í flestum löndum úr hópi hinna ríku eða bjargálna með þjóðinni, franskan var hið fína mál, hinn franski skóli, hvort heldur á vegum trúboðsfélaga eða leikmanna var ekki ókeypis, þvert á móti, venjulegast talsvert dýr. Hinar stjórnarfarslegu breyting- ar, sem áttu sér stað hér og þar á 20. öldinni, báru upp i valdastólana menn, sem gagnstætt fyrirrennurum sinum, höfðu aldrei lært frönsku í skólum vorum. Franskan tapaði þannig, að nokkru leyti, sinu póli- tíska mikilvægi og átti nú ekki leng- ur sömu hauka í horni í stjórnar- ráðunum og áður fyrr. Þannig var um greinilega afturför að ræða í Tyrklandi, Rússlandi og jafnvel í sumum ríkjum Suður-Ameríku. Reynt hefir verið að ráða bót á þessu

x

Islande-France

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.