Islande-France - 01.11.1947, Side 19

Islande-France - 01.11.1947, Side 19
ISLANDE- FRANCÉ 11 hókmenntalegt dagskráreí'ni (fyrir- lestrar, útvarpserindi, leiksýningar og kvikmyndir) mun bregða birtu yfir hinn einstæða menningararf, sem höfundurinn að Nabab hefir svo ríkulega ánafnað frönskum hók- menntum. Eins og ávallt her við, þegar eins stendur á hafa þegar skapazt „lieil- ar hókmenntir“ til minningar um rimmtugustu ártíðina. Eitt hið bezta rit í þeirri grein, nýútkomið, er hólc herra Y. E. Clogenson: Alphonse Daudet, peintre de la vie de son temps, þar sem höfundur lofar mjög „alheim“ þann, sem höfundurimi að Le Petit Chose hafi kunnað skil á. .Persónur Daudets* eru góðkunningj- ar okkar. Umhverfið, sem þær lifa og hrærast í, er liið sama, sem við liíifum fyrir augum hjá honum sjálf- um. Við lifum að nýju æsku okkar og ástvina okkar. Tvær heimsstyrj- aldir hafa vakið i hrjóstum hinna yngstu meðal okkar þrá eftir lieil- steyptari og sælli heimi og hetri tím- um en þeim, sem við lifum á. 1 bók- um hans lifa iðnaðarmenn og smá- horgarar, í og utan Parísar, kyrrlátu og friðsömu lífi, sem umbrot keis- aradæmisins og lýðveldisins fara að mestu leyti framhjá. Þegar horft er á lýðræði 19. aldarinnar úr fjarlægð, kemur í ljós, að það hefir þó átt tímabil í sögu sinni, þegar gott var að lifa. Samkvæmt þessu væri þá hið fagra framhaldslíf Alphonse Daudets fólgið í því, að hafa, þegar á allt er litið, gefið lýsingu á því, sem kalla mætti „hina l.júfu tíð‘“, að hafa verið eftirtektarsamur, nákvæmur og myndauðugur vottur að einni þeirra áningarstunda, sem mannkynið ann sér við og við á sinni erfiðu og árekstrarsömu lífshraut í sög- unni, til þess að safna kröftum, njóta náðar, meðaumkunar og ásta.....“ Það er vafalaust talsverður sann- leikur fólginn í þessum skilningi höfundar, enda þótt á full stóru sé stiklað. En nú virðist líka tími til- kominn að skipa Alphonse Daudet rétta stöðu innan hins mikla hálks franskra hókmennta. Gagnrýni á verkum Alphonse Daudets hefir um langan aldur átt örðugt uppdráttar, fyrir þá sök cina, að ótæmandi vitnishurðir samtíðar- manna hans, sem, langminnugir á fornar samverustundir og órjúfandi tryggð hans, hafa keppzt um að lof- syngja þenna mann, sem gæddur var einstökum hæfileikum til þess að töfra alla, sem við hann áttu nokkur samskipti. Þessi bi'áðsnjalli smá- sagnahöfundur hefir notið frægð- arinnar 1 fyllsta mæli, bæði í lifandi lífi og eftir dauða sinn. Af þessari frægð leggur ennþá ljómann, og að því að næra hann og halda honum við stuðla, ekki eingöngu verk höf- undarins sjálfs, heldur einnig allar þær ritgerðir, sem um hann hafa verið skrifaðar og minningarræðurn- ar, sem bera undirskrift allra þeirra, sem honum voru kærastir: bróður- ins (Ernest), konunnar, sonanna beggja, lærisveinanna o. s. frv. Hver er nú sá mælikvarði, sem frá strangbókmenntafræðilegu sjón- armiði og fullri sanngirni, her að leggja á verk Alphonse Daudets? Vissulega her þar á að leggja stóran

x

Islande-France

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.