Islande-France - 01.11.1947, Blaðsíða 22

Islande-France - 01.11.1947, Blaðsíða 22
20 lSLANDE - FRANCÉ (il Islands og dveljast þar um liríð. „Það er mikilsvert“, ritar hann, „þegar verið er að læra sögu einhvers lands, að geta kvnnzt því sjálfu og eiga þess kost að dveljast meðal íln’i- anna sjálfra, þegar verið er að nema tungu þeirra. Það er náið samband milli skáldskapar hverrar þjóðar og landsins, sem hún byggir. Fæstar hækur gera þetta samband uppskátt, og verða menn jjess jjví ekki varir, nema jjeir dveljist á sjálfum staðn- um“. ()g enn segir hann: „Eg fór til íslands í þvi augnamiði að kynna mér nútíma hókmenntir og menn- ingarstig þjóðarinnar, til jæss að geta borið saman andlega hæfileika hennar að fornu og nýju. Þegar eg hóf þessar athuganir mínar, lék mér mikil l'orvitni á að vita, hvað eg kynni upp úr þeim að hafa. Og eg Jiéll þeim áfram með nýjum áhuga, þegar eg sá, að þær voru ekki unn- ar fyrir gíg.“ Þegar Marmier kom aftur til Par- ísar, reit hann bók, sem hann kall- aði “Lettres sur l’Islande” (Bréf um Island) og kom út árið 1837. Hann reit hana með endurminningarnar frá dvöl sinni hér ljóslifandi fvrir augum. í henni er fyrst og fremst lýsing á landi, siðum og nokkrum stofnunum. Þá kemur stuttur kafli um fund Islands og landnám og annar kafli um goðafræði. Að öðru leyti l'jallar bókin um liókmenntir Islendinga: Eddurnar, levæði forn- skáldanna og Islendingasögurnar, og fylgir ágrip af efni þeirra, sem hon- um þótti mest til koma. Að lokum er minnzt lauslega á lielztu rit allt fram á 19. öld. En hrifning hans af landinu var meiri en svo, að hann léti hér stað- ar numið. Árið 1840 gaf hann út “Histoire d’Islande” (Sögti Islands), sem nær frá landnáminu til Jörund- ar hundadagakonungs. Arið 1842 kom út safn af þýðingum í óhundnu máli, sem liann kallaði “Chants du Nord” (Ljóð úr norðri), og árið 18 05 kom út síðasla hókin, “Histoix-e de la Iittéi'ature islandaise” (íslenzk hókmcnntasaga), sem fjallar aðeins' um miðaldabókmcnntirnar. Hann sýnir sig jxannig frá þrem- ur lxliðum, sem ferðamann, sem sagnfræðing og sem bókmennta- fi'æðing. Marmier fór samt lítið um, með- an liann dvaldist liér, jxví að lang- ferðir voru erfiðar á þcim tímum, og auk |)css þurfti hann að dveljast í ReyJcjavík við lestur og rannsókn- arstarf sitt. Að vísu kunni hann ekki íslenzl<u, eins og sjá má af j>ví, hvernig hann ritar íslenzk eiginnöfn. En hann var vcl að sér í dönsku og ])ýzku, og auk jæss las hann latínu í’eipi'ennandi, eins og aðrir mennta- menn á þeim tímum. Hann las allt j)að helzta, sem ritað hafði verið um lsland á jjessum málum og jjýðingar á íslenzkum ritum. Hann nefnir heimildarrit sín, og jxað er enginn viðvaningshragur á vei'ki hans. En hér er saxnt ekki um sjálfstæðar sagnfi’æðirannSóknii' að ræða, því að honum tekst ekki, og reynir held- ur ekki að ganga lengra í í’annsókn- um sínum en fyrirrennarar hans; en hann kemur heldur ekki fram með neitt án þess að styðjast við öruggar heimildir.

x

Islande-France

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.