Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 21

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 21
VÍMAN og verhaiýðurinn Útgefandi: Útgáí'uí'élag alþýðu h.f. — Okt. Des. 1955 — 5.—6. tbl. — 5. árg. Ritstjóri: JÓN RAFNSSON. Ritnefnd: TRYGGVI EMILSSON tilnefnclur af Vcrkamanna- félaginu Dagsbrún, BJÖRN BJARNASON tilnefndur af Iðju, félagi verksmiðjufólks, ANNA GESTSDÓTTIR tilnefnd af A. S. B., FINNBOGI JÚLÍUSSON tilnefndur af Félagi blikksmiða. HALLDÓR KILJAN LAXNESS: í LANDSÝN Eg skildi við þig, úng í alvaldsgeim mín ættjörð, hvar þú gnæfðir björt úr mar, kvaddi þann leir sem þekkir spor mín þar og þjóðin treður enn: Farvel og gleym! Farmanni kátum sól á söltum brám úr suðri Ijómar. Hýr við disk og skál í syðri löndum lærði eg fjarskyld mál, eg las þar aldin sæt af grænum trjám. En þá var sál mín þar sem holtið grátt og þúfan mosarauða býr við kal, og bæarfjallið blasir yfir dal, og berst í kvíða þjóðarhjartað smátt. Og þá fanst mér sem þessi nakta strönd og þetta hjarta væri brjóst mitt sjálft, og líf mitt án þess hvorki heilt né hálft, — og heimfús gestur kvaddi eg önnur lönd. Sjá fjöll mín hefjast hvít sem skyr og mjólk úr hafi, — gnoðin ber mig aftur heim á vetrarmorgni —, af þiljum lieilsa eg þeim: þú ert mitt Iand og hér em eg þitt fólk. r--------------------- N EFNI: A.K.: Frá tjörninni, forsíðumynd. Halldór Kiljan Laxness: í landsýn, kvæði. Bjöm Bjarnason: Af al- þjóðavettvangi. Alþjóðasamtökin og við, forystugrein. Eggert Þorbjarnarson, Brýn- asta hagsmunamálið. Jón Jóhannesson: Ameriskur hershöfðingi í Kóreu 1952, ljóð. Einar K. Freyr: Gifting, saga. Úr austri og vestri. Vísnabálkur. Mjólkurfræðingafélag ís- lands 10 ára. Félag blikksmiða í Reykjavík 20 ára. Verkalýðsfélög og alþýðu- lýðræði. Adda Bára Sigfúsdóttir: Kvenþjóðin og kaup- gjaldið. Góðra ntanna getið. Kaupskýrslur o. fl. >_______________________________y VINNAN og verkalýðurinn 183

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.