Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 33

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 33
verið ákveðin af sjálfum forlögun- um, sagði Halla hrærð. Heldurðu það? sagði Harpa. Ég trúi á forlög, endurtók Halla. Og ég trúi því, að ef ég á einhvern- tíma eftir að giftast, þá sé búið að ákveða það af forlögunum löngu áð- ur en giftingin kemur til fram- kvæmdar. En það get ég sagt þér, að ég er mjög framkvæmdasöm. Ef ég vissi fyrir víst, að forlögin hefðu ákveðið að ég skyldi giftast, þá myndi ég ekki vera að draga það neitt. Ó, nei. Ég myndi framkvæma það svo að segja á stundinni. Það er einmitt það, sem ég ætla að gera. Ég ætla að framkvæma það á stundinni. Ég ætla að gifta mig strax, sagði Harpa og brosti. Áður en þær vissu af var kominn kaffitími og þær slitu samtalinu. Sigurjón var í öngum sínum út af því að knattspyrnufélagið var að verða 25 ára, en Haila hafði ekki látið sjá sig. Járnsmíðameistarinn var bú- inn að hjálpa honum að semja ræð- una, hafði í raun og veru skrifað hana alla og Sigurjón ekki komið þar nærri. En nú var hann búinn að læra hana utan að. Og hver átti svo sem að verða sessunautur hans í veizl- unni í 25 ára hófinu, ef ekki Halla? Hann bað Hörpu systur sína að tala við Höllu og fá hana til þess að fara með sér. Afmælishófið hófst. Menn frá ýms- um félögum fluttu því afmælisóskir. Svo hófust ræðuhöldin. Margir töl- uðu. Sigurjón kvaddi sér hljóðs, rjóð- ur í andliti eins og karfi. Hann þuldi ræðuna eins og kvæði, sem hann hafði lært utan að. í fyrsta sinn á æv- inni urðu þær Harpa og Halla stoltar af Sigurjóni, því að á eftir ræðu hans var klappað mjög mikið. Sigurjón varð var við einhverja breytingu á „Fljót, þú sem rennur í fjarlæga unn, finndu þá mey U VINNAN og verkalýðurinn 195

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.