Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 24
/JIþjóðasamiöhui og (tlð
Fvrir 10 árum, á meðan enn rauk úr rústunum af völdum annarrar
heimsstyrjaldarinnar, sátu ráðstefnu í París um 300 manns úr öllum
álfum heims. — En í febrúar sama ár, 1945, hafði í London verið
haldin ráðstefna, sem lagði grundvöllinn að þessari Parísarráðstefnu.
— Þann 5. okt. tók ráðstefnan þá ákvörðun að efna til alþjóðlegra
verkalýðssamtaka, og að gerast sjálf formlegt upphaf þeirra. Þannig
reis Alþjóðasamband verkalýðsfélaganna af grunni.
„Frá fyrsta degi sínum gerðist AV (Alþjóðasamb. verkalýðsfélag-
anna) samtök, sem náðu yfir allar álfur heims. Innan vébanda þess
tók höndum saman verkafólk auðvaldslanda, nýlendna, hálfnýlendna
og landa hins sósíaliska heims. AV varð fyrstu verkalýðssamtökin,
sem raunvendega náðu yfir allan heiminn“. Þannig farast Saillant,
aðalritara Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna orð í grein, er hann
skrifar í tilefni af 10 ára afmæli sambandsins, í tímaritið Neue Zeit.
Með stofnun AV var hrundið í framkvæmd óskadraumi beztu og
vitrustu manna í öllum löndum og kröfum þeirra verkalýðsmilljóna,
sem höfðu tileinkað sér rétta lærdóma af reynslu tveggja heimsstyrj-
alda, manna og kvenna, er komið höfðu auga á ofjarl hernaðarauð-
valdsins, valdið, sem getur komið í veg fyrir glæp styrjaldanna:
alþjóðasamtök verkalýðsins.
Hve tilkoma AV var tímabær og samhljóma óskum og þrám heims-
verkalýðsins má ljóslega sjá af því, þótt ekki sé annað, að áður en
tvö ár voru liðin frá stofnun þess var mannafli þess orðinn yfir 85
milljónir manna. — Illu heilli tókst þó agentum Marshallstefnunnar
og kalda stríðsins sú auðvaldsþjónkun 1949, að kljúfa um 18 milljónir
manna út úr sambandinu, með stofnun svonefnds „Alþjóðasambands
frjálsra verkalýðsfélaga", og valda þannig alþjóðasamtökum verka-
lýðsins og friðaröflum heimsins alvarlegum hnekki. Eigi að síður
hefur AV sótt fram af mikilli giftu eins og sjá má af því, að síðan
1949 hefur það aukið meðlimatölu sína úr 67 í rúmar 80 millj. manna.
Á tíu ára starfsferli sínum hefur þetta mikla alþjóðasamband
verkalýðsins verið ómetanlegt áhrifavald í þágu heimsfriðarins. Það
hefur á sama tíma stutt ötullega hagsmuna- og réttindabaráttu verka-
lýðsins um víðan heim og reynzt nýlenduverkalýðnum hin bezta stoð
18ö
VINNAN og verkalýðurinn