Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Síða 31

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Síða 31
bergið hans og bað hann bókstaflega að koma með sér út. Hún var mjög duttlungafull, fannst honum. Einu sinni kom hún til hans í her- bergið á hverjum degi. Nú líður aftur á móti lengri og lengri tími milli þess að hún lítur inn til hans. Já, Halla var vægast sagt mjög dularfull stúlka. Með þessar hugleiðingar fór hann í rúmið. Halla hugsaði um Sigurjón á leið- inni heim til sín, en á allt annan veg. Þegar hún var komin út á eina að- algötuna tók hún sér bíl. Ó, þessar dimmu götur! Hún vildi komast sem fyrst í háttinn og losna þannig við þessar dapurlegu hugsanir um lífið, sem þjökuðu hana alla daga og lögð- ust þyngst á hana eftir skemmtanir. Bíllinn var nýkominn af stað þegar hann rakst á annan bíl með þeim afleiðingum að Halla hentist úr sæt- inu. Áreksturinn varð þó ekki alvar- legur. Báðir bílstjórarnir biðu eftir lögreglunni til þess að láta hana dæma um áreksturinn. En Halla fór gangandi heim og hugsaði með sér á leiðinni: VERKALÝÐSSAMTÖK AKUREYR- AR STOFNA NÝJAN VINNU- DEILUSJÓÐ Á fundi fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna á Akureyri 11. október s.l. var samþykkt í einu hljóði að stofna vinnudeilusjóð. Stofnframlag hans var ákveðið kr. 3 500,00. Samþykkt var ennfremur að efna til hlutaveltu næsta sunnudag í Alþýðuhúsinu til ágóða fyrir sjóðinn. — Þetta er skyn- samleg og rökrétt ályktun af reynzlu verkfallanna miklu s.l. vor -r— og ættu aðrir staðir að fylgja dæmi Ak- ureyrar. Ég hefi víst átt að þiggja heim- fylgdina af honum Sigurjóni. Annars hefði þetta ekki komið fyrir mig. Ef áneksturinn hefði orðið alvarlegur þá væri ég kannski dauð. Ég hef víst breytt rangt. Nei, ég veit ekki, sagði hún svo aftur við sjálfa sig. Þetta eru engar sannanir fyrir því, hvort ég hef breytt rétt eða rangt. Það vissu fáir að Halla var forlaga- trúar. En það eru líka miklu fleiri en hún. Sannleikurinn er sá að fjöl- margir eru forlagatrúar þó menn geri sér ekki grein fyrir því í fljótu bragði. Til er fólk, sem ekki þarf nema að handleggsbrotna til þess að verða forlagatrúað. Öll hin undarlega fram- koma Höllu var í raun og veru tengd þessari forlagatrú. Til dæmis. trúði hún því, að ef stúlka eignaðist barn, þá væri það vegna þess, að forlögin hefðu ákveðið það mörgum árum áður en það kom í heiminn Koma barnsins var óumflýjanleg hversu syndsamleg sem hún annars væri að öðru leyti. Þess vegna var um að gera að framkvæma slíkt undir eins, ef maður fengi að skyggnast inn fyrir fortjald forlaganna. Gifting og trú- lofun var einnig fyrirfram áformað. Sömuleiðis sigrar og töp stjórnmála- flokka í kosningum eða herja í styrj- öldum; hin hræðilega dýrtíð einnig. Það gat komið fyrir að hún sæi tákn og stórmerki í hverjum hlut. Óg í nótt var hún sannfærð um það, að forlögin hefðu tekið í tautnaná og komið því inn hjá sér að þiggja ekki fylgd af Sigurjóni. Og hún hugsaði í þessum dúr: Ef ske kynni að forlögin ætluðust til þess að hún eignaðist barn, þá yrði Sigurjón áreiðanléga ekki fáðir þess. Ef hún ætti eftir að gifta sig, VINNAN og verkalýðurinn 193

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.