Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Síða 34

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Síða 34
Höllu. Hann varð mjög ánægður með lífið og lék á alls oddi. Eftir Sigurjón tók til máls roskinn maður, hann var feitur og kringluleitur, með svart hrokkið hár, hæruskotið í vöngunum og lítið og bogið nef. Hann talaði frá innstu hjartarótum og færði knatt- spyrnufélaginu kveðjur frá glímu- félaginu. Hann endaði á þeim orðum, að nú yrði knattspyrnufélagið, afmæl- isbarnið, að láta meira að sér kveða í íþróttunum þar sem félagið væri komið á sjálfan giftingaraldurinn. Fyrir þessum orðum var rekið upp óp, hlegið og klappað svo að glumdi í veitingasalnum. Halla fékk ákafan hjartslátt. Hún tók orð ræðumannsins til sín. Hún var einmitt 25 ára og 26 ára í næsta mánuði. Þarna höfðu forlögin talað til hennar í gegnum þennan gamla og laglega mann. Það var hún en ekki knattspyrnufélagið, sem var komin á giftingaraldurinn. Hún var ekki gift. Eftir þessa ræðu hugsaði hún meira um forlögin en nokkru sinni áður. Og hún var svo utan við sig í dansinum, að hún ætlaði að fara að dansa vals þegar hljómsveitin lék marsúka. í dansinum fann Sigurjón það á allri framkomu Höllu að hún hafði gjörbreytzt við þessa glæsilegu ræðu, sem hann hélt fyrir minni kvenna. Og hann varð gagntekinn fögnuði hið innra með sér og næstum viss, að brátt mundi hún láta undan og þýðast hann. Þegar dansleikurinn var á enda hringdi Sigurjón í bíl. Hann ók systur sinni heim fyrst, svo Höllu, en síðan aftur sjálfum sér. Daginn eftir fór Halla til spákonu til þess að skyggnast inn í framtíðina. Hún mátti til. Hún var komin á gift- ingaraldurinn og ekki manni gefin. En spákonan byrjaði á fortíðinni. Þarna þekkið þér ungan mann, sem ann yður? sagði spákonan með spurn- arrómi. Já, sagði Halla. Nú? Hann lítur svona út? sagði spákonan og benti á eitt spilið. Já, hann er ljóshærður. Ég sé það. Hann er bara svona eins og gengur og gerist. Ég sé það. Þetta er meðalmaður. Já, alveg rétt. Hann er meðalmað- ur á hæð, sagði Halla af mikilli trú og hrifningu yfir hæfileikum spá- konunnar. Spákonan draup höfði og varð mjög hugsi. Hún setti sig í stellingar fyrir- rennara sinna, gamalla spákvenna, sem ástunduðu fag sitt af einskærri köllun. Hún stóð upp frá borðinu, gekk til páfagauksins, sem var í búri við gluggann, og horfði á hann dul- ráðum augum. Halla stóð á öndinni. Henni fannst eitthvað voðalegt vera á seiði. Ef til vill var hún feig? Dauð og grafin eftir nokkra daga? Já, hver veit sín örlög? Hver veit? Spákonan settist aftur við borðið og horfði mjög spákonulega á spilin. Það ætlaði að líða yfir Höllu. Nei? Hvað sé ég, sagði spákonan og fann mjög til máttar síns. Sjáið þér eitthvað voðalegt? Það er barn þarna. Barn? Já. Almáttugur! Halla varp öndinni, en var næstum farin að hágráta af geðshræringu. Barn? sagði hún aftur og stóð upp. Hún borgaði spákon- unni, kvaddi og fór. Framhald á bls. 209. 196 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.