Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 36
r
k.
Ur austri og vestri
J
Hér koma nokkrar tölur, sem segja sína
sögu um þróun skóla- og menntamála í Sov-
étríkjunum:
1914, á dögum keisaraveldisins, sóttu alls
7,9 milljónir barna byrjunar- og miðskóla í
öllu landinu. Árið 1937 sóttu í Sovétríkjun-
um barna og miðskóla 29,6 milljónir, árið
1940 sóttu þessa skóla 49 milljónir og 52
milljónir 1952. Svo þetta sé nánar sundurlið-
að samkvæmt skýrslum sóttu miðskólana
700.000 nem. árið 1914 í Rússlandi keisar-
anna, en undir sovétskipulaginu 14.8 millj.
1940, en 21.4 milljónir árið 1943.
1914 stunduðu nám í háskólum Rússlands
keisaranna 117.000 stúdentar. En 1940, undir
sovétskipulaginu 812.000. Og árið 1953 var
talan komin upp í 1.562.000 Fjölgunin held-
ur áfram.
★
„í dag eru amerísk börn, borið saman við
evrópísk börn á sama aldri, heilsufarslega ver
á sig komin heldur en þau evrópisku“, segir
dr. Hans Kraus við háskólann í New York.
Þessi niðurstaða er fengin eftir rannsókn á
40 þúsund börnum og unglingum. Þannig
hafa aðeins 7% evrópískra barna verið dæmd
óhæf til leikfimiiðkana á móti 56% hinna
amerísku barna, er prófuð voru.
★
VlSNA
Jónan Jónasson frá Hofdölum,
sem er lesendum ritsins gamal- og
góðkunnur af kvæðum sínum og
vísum, sendir nú Vinnunni og
verkalýðnum vísnabálka og frá-
sagnir af nafna sínum Jónasi Jón-
assyni frá Torfmýri í Skagafirði.
Að þcsr.u sinni birtum við þann
hlutann, sem fjallar um viðskipti
þeirra Jónasar frá Torfmýri og
Síntonar Dalaskálds.
„Jónas Jónasson frá Torfmýri var
nafnkunnur hagyrðingur í Skaga-
firði fyrir og eftir síðustu aldamót.
Jónas var tæplega meðalmaður
á hæð en all þrekinn. Höfuðstór
langhöfði. Augun gráblá, í stærra
lagi og leiftrandi. Ekki var hann
margmáll, en talaði fagtirt mál og
viturlegt.
Eftir hann er þessi alkunna vísa:
Sólin þaggar þokugrdt
þerrar sagga úða.
Fjólan vaggar kolli kát
klædd i daggar skrúða.
Jónas bjó alllengi í Torfmýri í
Blönduhlíð, með konu þeirri er
Sigriður hét. Hún var ekkja. Frá
Torfmýri fluttust þau Sigríður að
Dýrfinnustöðum. Þá bjó á Syðri-
Hofdölum Ingibjörg ckkja Guð-
mundar Péturssonar. Hún var
greind konti og skemmtileg. Hófst
fljótlega kunningsskapur með
Jónasi og henni, og svo fór að lok-
um, að Jónas flutti til hennar að
| Hofdölum og þar dó hann eftir
í nokkur ár. Jónas var ölkær en
j tilfinningamaður, og þó dulur.
198