Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 39
Núverandi stjórn Mjólkur-
fræðingafélags íslands: Frá
vinstri: Árni W. Hjálmarsson,
gjaldkeri, Þórarinn Sigmunds-
son ritari, Sigurður Runólfs-
son, formaður.
fram skref fyrir skref á sviði kjara-
málanna með hverjum samningi. —
Og nú er svo komið, að mjólkurfræð-
ingar landsins hafa fyllilega hliðstæð
kjör við aðra iðnaðarmenn. Og vel
á minnst. Iðnréttindi okkar í'engum
við að lögum 1952, og hafði þá félag
okkar barizt fyrir þessu máli frá fé-
lagsstofnun".
„Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða
meira um þetta tíu ára afmælisbarn,
en vil þó segja það, að á þessum tíu
árum hefur þegar allt kemur til alls
félag okkar reynzt okkur sannarlegt
óskabarn og margborgað það sem við
höfum fyrir því haft að koma því
þetta á legg. Þó mun framtíðin eiga
eftir að sanna okkur enn betur ágæti
þess“.
Við þökkum formanni Mjólkur-
fræðingafélagsins fyrir samtalið og
óskum honum og félagi hans allra
heilla.
Amerískur hershöfðingi í
Kóreu 1952
Ó móöir hinna mjúku kroppa
með skásett augu
full af heitu Ijósi
djúp af hræddri gleði
og fælið pentilstef hamingjunnar
i svipbrigðum pögúlla vara.
Hversu fagurt skotmark eldsprengju minni.
Hversu gleðirik jól mínu gamla hjarta
pegar líf peirra kroppa brennur
i snöggri andrá '
eins og bómullarhnoðrar vcettir í bensini
ó móðir
ó móðir hinna mjúku kóresku kroppa
Jón Jóhannesson
VINNAN og verkalýðurinn
Blöð í Tékkóslóvakíu segja nú dag-
lega fréttir af því að fjöldi lands-
manna, er flýðu landið 1947—48, sé
nú að flytjast aftur til landsins, og að
þetta sé m. a. árangurinn af sýknun-
arlögunum, er gengu í gildi í maí s.l.
varðandi pólitísk afbrot. Fólk þetta
er á ýmsum aldri. Flestir eiga það
þó sameiginlegt að hafa í fjarveru
sinni dregið fram lífið við miklar
þrehgingar í ýmiskonar flóttamanna-
búðum í V.-Þýzkalandi og víðar.
Nokkrir hinna yngstu hafa verið í út-
lendingaherdeildum Frakka. Margir
hafa kvænst í utanlandsverunni og
koma nú heim aftur með sínar er-
lendu eiginkonur. Sérstök nefnd á
vegum hins opinbera starfar nú að
því að greiða götu þessa fólks.
201